Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 68

Kirkjuritið - 01.12.1950, Side 68
312 KIRKJURITIÐ mállýzku Baskira. Mennirnir í vögnunum gengu upp á hólinn og söfnuðust þar allir saman. Starshina gekk til Pakhoms og benti með hendinni um allan sjóndeildarhringinn og mælti: „Allt þetta land, sem þú sérð héðan, er okkar eign. Kjóstu sjálfur í hvaða stefnu þú vilt halda.“ Augun í höfðinu á Pak- hom ljómuðu, því að allt var land þetta graslendi, flatt og slétt, eins og lófinn á hendi hans. Og, þegar niður úr gras- rótinni kom, dökkt eins og svefngrassknappur. Hvergi var geil í grasið, nema í giljum og skomingum, og alls staðar náði grasið manni í geirvörtur. Starshina tók ofan refskinns-húfuna, lagði hana nákvæmlega á miðjan hólkollinn og mælti: „Þetta skal vera merkið. Leggið þér peningana yðar á það, og húskarl yðar skal vera hér, dvelja hér og varðveita, á meðan þér eruð á göngunni. Frá þessu marki munuð þér byrja för yðar, og að þessu marki munuð þér koma aftur. Allt það land, sem þér gangið umhverfis, skal vera yðar kvaðalaus eign.“ Pakhom tók upp peninga sína og lagði þá á húfuna. Þessu næst fór hann úr yfirhöfninni, svipti af sér vestinu, strengdi mittisólina um maga sér, stakk malpokanum með brauðbita inn á brjóst sér, batt vatnsflösku við axlafetilinn, togaði upp hástígvélin, og bjóst til að hlaupa af stað. Hann hinkraði andartak og íhugaði með sjálfum sér, hvaða stefnu væri bezt að taka, því að landið var hvarvetna gott. „Allt í lagi, og af því það kemur í sama stað niður, geng ég mót rísandi sól,“ ákvað hann að lokum. Hann sneri því andliti sínu í sólarátt og rannsakaði limi sína kappsamlega, meðan hann var að bíða eftir sólaruppkomunni. „Ég má engan tíma missa,“ hugs- aði hann, „því ég verð að ganga eins og ég lifandi get, meðan svalt er.“ Þá komu hinir ríðandi Baskirar einnig upp á hólinn og námu staðar á bak við Pakhom. Sólin hafði ekki fyrr varpað geislum sínum upp fyrir sjóndeildarhringinn en Pakhom þaut af stað og gekk út á heiðina, og riddaramir á hestbaki á eftir honum. Hann gekk hvorki hægt né hart. Eftir að hann hafði gengið hér um bil eina röst, nam hann staðar og lét stinga niður stöng. Hélt svo áfram. Nú var fyrsti stríðleikinn farinn að réna, hann var byrjaður að liðkast og varð skreflengri. Bráð- lega nam hann aftur staðar og lét stinga niður annarri stöng.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.