Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 42
286 KIRKJURITIÐ athuga samband þessara tveggja ólíku manna, hins gamla katólska rammíslenzka höfðingja og hins unga fluggáfaða konungsvinar og frumherja nýs siðar, — milli forn-lslend- ings í hugsun og ljóðagerð og tízkumannsins, húmanist- ans, — milli Jóns, sem gat því næst státað af því að hann kynni „ekki par“ í latínu, og Gizurar, sem æfir sig á að setja upphöf og niðurlög bréfa á sem allra glæsi- legasta latínu. En báðir eru mikilmenni, þeir virða hvor annan — og þurfa hvor á öðrum að halda. Gizur hafði alveg nóg á sinni könnu í Skálholtsbiskups- dæmi, þó að hann héldi frið við Jón og þá Hólamenn. Og Jóni veitti ekki af, eina katólska biskupnum undir veldi Kristjáns III., að eiga einhvern að, sem konungs- traust hafði og góð sambönd við hina nýju valdhafa. Þetta var báðum hentugt og hefði betur haldizt. En svo dró til hrikalegri viðburða, og má segja, að það sé saga áranna 1548—1550, sem varpar hinum sér- kennilega ljóma á nafn og minningu Jóns Arasonar. Gizur Einarsson hefir líklega verið berklaveikur og tók honum mjög að þyngja veturinn 1547—’48. Á langaföstu andaðist hann. • Vafalaust má telja, að nokkru fyrir þennan tíma hafa Jóni borizt fregnir af hinni hörmulegu útreið Lúthers- manna í Þýzkalandi eftir að Moritz af Sachsen sveik þá og hjálpaði keisara til þess að kúga þá. Hefir Jón nú þótzt sjá dagrenning þess, sem hann hafði vænzt, að keisari og páfi endurreistu fullkomlega hinn foma sið. Dauði Gizurar kom því eins og sending forsjónarinnar. Var nú um að gera fyrir Jón biskup að nota tækifærið, þegar hann var einn biskup á landinu, að festa katólsk- una alveg í sessi og bjarga henni, einn allra biskupa Norðurlanda, yfir brim og boða siðaskiptanna. Minni maður og deigari hefði sjálfsagt beðið og setið hjá og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.