Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 69

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 69
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 313 Honum varð litið til sólarinnar, sem varpaði nú geislabirtu á hólinn, svo að hann sást greinilega með öllu fólkinu, sem stóð þar á honum. Pakhom gizkaði á að hann væri búinn að ganga um fimm rastir. Nú var honum farið að hitna, svo að hann fór úr mittisbolnum og spenti ólina fastar. Þessu næst gekk hann aðrar fimm rastir og nam staðar. Nú var orðið verulega heitt. Hann leit aftur til sólar og sá, að það var um dagmál. „Einum áfanganum lokið,“ hugsaði hann. „Þeir eru fjórir í dag, og það er enn of snemmt að breyta stefn* unni. Ég verð samt að fara úr stígvélunum." Hann settist því niður, fór úr þeim og þrammaði svo áfram. Nú var stórum auðveldara að ganga. „Undir eins og ég er búinn að ganga aðrar fimm rastir," hugsaði hann, „byrja ég að breyta stefn- unni til vinstri handar. Þetta var framúrskarandi álitlegur blettur. Landið er því betra, því lengra sem ég geng.“ Þannig hélt hann áfram, beint af augum, þótt hóllinn væri nærri horfinn sýnum, þegar hann leit við, og fólkið á honum virtist tilsýndar eins og agnarlitlir, svartir maurar. „Nú,“ sagði hann við sjálfan sig, „hefi ég gert ummálið nægilega stórt og verð að snarbeygja.“ Hann hafði svitnað verulega og var orðinn þyrstur. Hann setti því flöskuna á munn sér og fékk sér að drekka. Lét hann þá stinga stöng niður í þessu homi, og þverbeygði til vinstri handar. Áfram þrammaði hann, gegn um þetta háa gras og í þessum brenn- andi sólarhita. Nú var hann farinn að lýjast, og þegar hann leit til sólar, sá hann, að komið var fram um nónbil. „Nú verð ég að doka ögn við og blása mæðinni," hugsaði hann. Hann nam því staðar, borðaði dálítinn brauðbita, en settist ekki niður, af því að hann sagði við sjálfan sig: „Ef ég tylli rnér niður á annað borð, þá ligg ég þar og það endar með því, að ég steinsofna.“ Hann beið því stutta stund, þangað til að hann hresstist, og hélt svo af stað aftur. í fyrstu fannst honum gangan auðveld, af því að matarbitinn hafði endumært krafta hans, en bráðlega tók sólarhitinn að verða snarparú eftir því, sem degi tók að halla. Pakhom var næstum aðfram kominn, en hugsaði þó glaðlega með sjálfum sér: Augnabliks kvöl getur orðið alda hlátur. Hann var búinn að ganga hér um bil tíu rastir á þessa hlið ummálsins, og ætlaði að fara að beygja aftur til vinstri inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.