Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 69

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 69
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 313 Honum varð litið til sólarinnar, sem varpaði nú geislabirtu á hólinn, svo að hann sást greinilega með öllu fólkinu, sem stóð þar á honum. Pakhom gizkaði á að hann væri búinn að ganga um fimm rastir. Nú var honum farið að hitna, svo að hann fór úr mittisbolnum og spenti ólina fastar. Þessu næst gekk hann aðrar fimm rastir og nam staðar. Nú var orðið verulega heitt. Hann leit aftur til sólar og sá, að það var um dagmál. „Einum áfanganum lokið,“ hugsaði hann. „Þeir eru fjórir í dag, og það er enn of snemmt að breyta stefn* unni. Ég verð samt að fara úr stígvélunum." Hann settist því niður, fór úr þeim og þrammaði svo áfram. Nú var stórum auðveldara að ganga. „Undir eins og ég er búinn að ganga aðrar fimm rastir," hugsaði hann, „byrja ég að breyta stefn- unni til vinstri handar. Þetta var framúrskarandi álitlegur blettur. Landið er því betra, því lengra sem ég geng.“ Þannig hélt hann áfram, beint af augum, þótt hóllinn væri nærri horfinn sýnum, þegar hann leit við, og fólkið á honum virtist tilsýndar eins og agnarlitlir, svartir maurar. „Nú,“ sagði hann við sjálfan sig, „hefi ég gert ummálið nægilega stórt og verð að snarbeygja.“ Hann hafði svitnað verulega og var orðinn þyrstur. Hann setti því flöskuna á munn sér og fékk sér að drekka. Lét hann þá stinga stöng niður í þessu homi, og þverbeygði til vinstri handar. Áfram þrammaði hann, gegn um þetta háa gras og í þessum brenn- andi sólarhita. Nú var hann farinn að lýjast, og þegar hann leit til sólar, sá hann, að komið var fram um nónbil. „Nú verð ég að doka ögn við og blása mæðinni," hugsaði hann. Hann nam því staðar, borðaði dálítinn brauðbita, en settist ekki niður, af því að hann sagði við sjálfan sig: „Ef ég tylli rnér niður á annað borð, þá ligg ég þar og það endar með því, að ég steinsofna.“ Hann beið því stutta stund, þangað til að hann hresstist, og hélt svo af stað aftur. í fyrstu fannst honum gangan auðveld, af því að matarbitinn hafði endumært krafta hans, en bráðlega tók sólarhitinn að verða snarparú eftir því, sem degi tók að halla. Pakhom var næstum aðfram kominn, en hugsaði þó glaðlega með sjálfum sér: Augnabliks kvöl getur orðið alda hlátur. Hann var búinn að ganga hér um bil tíu rastir á þessa hlið ummálsins, og ætlaði að fara að beygja aftur til vinstri inn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.