Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 66

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 66
310 KIRKJURITIÐ á einum og sama degi á staðinn, þar sem þér byrjuðuð göngu yðar, þá hafið þér fyrirgert peningum yðar.“ „En hvernig ákveðið þér þann stað?“ spurði Pakhom. „Við tökum okkur stöðu, bíðum, á hvaða bletti, sem þér til takið,“ svaraði Starshina. „Ég og menn mínir bíða hér, á meðan þér farið og gangið ummálið. Ég læt nokkra af mínum ungu mönnum fylgja yður eftir ríðandi. Eiga þeir að reka niður merkistengur, eftir því sem þér viljið og mælið fyrir. Að því loknu verður plægður plógstrengur umhverfis stengur þessar. Hafið ummálið eins stórt og yður lystir. Þér verðið einungis að muna það, að vera kominn á sólsetri aftur á staðinn, þar sem þér hófuð göngu yðar, viðbragðsmarkinu. Allt það land, sem þér gangið umhverfis yfir daginn, verður yðar eign.“ Og Pakhom samþykkti svo þessa skilmála, og það var ákveð- ið að hef ja förina í rauðabýti næsta morgun. Þeir félagar héldu áfram samræðum, drukku meiri kumiss, átu meira kjöt, og létu svo teið flakka til þess næsta, og lauk ekki hófi þessu fyrri en nóttin skall á. Loks var Pakhom leiddur til náða í dúnsængurrúmi og Baskiramir tvístruðust, eftir að hafa heitið því áður að mæta að morgni á valllendis bökkunum við fljótið og ríða á ákvörðunarstaðinn, áður en sól risi. Pakhom lá nú í dúnsænginni og kom ekki dúr á auga fyrir umhugsuninni um landið, sem hann sagðist ætla „að stofna hér á stórbýli“. „Því að ég hefi í hyggju, að afmarka mér hér verulega stórt „fyrirheitna landið“, tautaði hann við sjálfan sig. „Ég kemst áreiðanlega að minnsta kosti yfir 50 rastir yfir daginn — og það ætti að umlykja nálægt 10.000 hektara. Þá þarf ég ekki að vera undir nöglinni á neinum manni, og get veitt mér tveggja hesta plóg og tvo vinnumenn. Ég ætla að plægja bezta landið, og ala búféð á hinu.“ Pakhom kom ekki blundur á brá alla, liðlanga nóttina, en mókti agnarstund rétt fyrir dögunina, og dreymdi þá draum einn. Honum fannst hann hvíla í þessum sama vagni og hlusta á einhvern, sem var að skrafa og hlæja fyrir utan. Hann langaði til að vita, hver það væri, sem hló svo hressilega, og gekk því út úr vagninum. Sá hann Starshina, sem sat þar á vellinum, hélt hann höndum um síður sér og kútveltist þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.