Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 66
310
KIRKJURITIÐ
á einum og sama degi á staðinn, þar sem þér byrjuðuð göngu
yðar, þá hafið þér fyrirgert peningum yðar.“
„En hvernig ákveðið þér þann stað?“ spurði Pakhom.
„Við tökum okkur stöðu, bíðum, á hvaða bletti, sem þér
til takið,“ svaraði Starshina. „Ég og menn mínir bíða hér,
á meðan þér farið og gangið ummálið. Ég læt nokkra af
mínum ungu mönnum fylgja yður eftir ríðandi. Eiga þeir að
reka niður merkistengur, eftir því sem þér viljið og mælið
fyrir. Að því loknu verður plægður plógstrengur umhverfis
stengur þessar. Hafið ummálið eins stórt og yður lystir. Þér
verðið einungis að muna það, að vera kominn á sólsetri aftur
á staðinn, þar sem þér hófuð göngu yðar, viðbragðsmarkinu.
Allt það land, sem þér gangið umhverfis yfir daginn, verður
yðar eign.“
Og Pakhom samþykkti svo þessa skilmála, og það var ákveð-
ið að hef ja förina í rauðabýti næsta morgun. Þeir félagar héldu
áfram samræðum, drukku meiri kumiss, átu meira kjöt, og
létu svo teið flakka til þess næsta, og lauk ekki hófi þessu
fyrri en nóttin skall á. Loks var Pakhom leiddur til náða í
dúnsængurrúmi og Baskiramir tvístruðust, eftir að hafa heitið
því áður að mæta að morgni á valllendis bökkunum við fljótið
og ríða á ákvörðunarstaðinn, áður en sól risi.
Pakhom lá nú í dúnsænginni og kom ekki dúr á auga fyrir
umhugsuninni um landið, sem hann sagðist ætla „að stofna
hér á stórbýli“.
„Því að ég hefi í hyggju, að afmarka mér hér verulega
stórt „fyrirheitna landið“, tautaði hann við sjálfan sig. „Ég
kemst áreiðanlega að minnsta kosti yfir 50 rastir yfir daginn
— og það ætti að umlykja nálægt 10.000 hektara. Þá þarf
ég ekki að vera undir nöglinni á neinum manni, og get veitt
mér tveggja hesta plóg og tvo vinnumenn. Ég ætla að plægja
bezta landið, og ala búféð á hinu.“
Pakhom kom ekki blundur á brá alla, liðlanga nóttina, en
mókti agnarstund rétt fyrir dögunina, og dreymdi þá draum
einn. Honum fannst hann hvíla í þessum sama vagni og hlusta
á einhvern, sem var að skrafa og hlæja fyrir utan. Hann
langaði til að vita, hver það væri, sem hló svo hressilega, og
gekk því út úr vagninum. Sá hann Starshina, sem sat þar á
vellinum, hélt hann höndum um síður sér og kútveltist þar