Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 48
292 KTRKJURITIÐ Jón Arason lítinn væskil, hvikan á fæti og snarkringlu- legan. Hann hlýtur að hafa verið stór maður, höfðing- legur í fasi og málrómi. Svo vill til, að geymzt hefir lýsing á Jóni Arasyni, og getur hver véfengt hana eða trúað henni eftir skapferli og vilja. Hún er í gamalli lýsingu presta á Völlum í Svarf- aðardal, er Hálfdán Einarsson, skólameistari á Hólum safnaði. Er skýrslan gerð af Jóni Sigurðssyni bónda á Urðum, en Hálfdán hélt henni til haga. Skýrslan er svona: „Ég (þ. e. Jón Sigurðsson) hefi talað við gamla og skyn- sama kerlingu; sagði hún að langamma sín hefði séð Sigríði (frú Ólafs biskups Hjaltasonar), og hefði hún verið mikill skörungur. Þessi kerling sagði líka, að þessi langamma sín hefði 10 vetra séð Jón Arason vígja prest, og hefði kápan tekið honum rétt á kné; hann hefði verið langleitur og sléttleitur, hvítur af hærum á hár og skegg og lotinn á herðar; mikið fyrirmannlegur. ‘ ‘ Nota flest í nauðum skal. Mér sýnist engin sérstök ástæða til þess að rengja þessa „gömlu skynsömu kerl- ingu“, og hafi hún hjartans þökk fyrir sín orð, og þeir fyrir sína hirðusemi, er héldu þeim til skila. Tímans vegna getur það staðizt, að „langamma" hafi verið 10 ára, er hún sá Jón Arason vígja prest á síðustu árum hans, þó að vel verði að halda öllu til skila. En lýsingin staðfestir alveg það, sem ætla mátti um útlit Jóns. Helzt mætti véfengja þá umsögn, að Jón Ara- son hafi haft skegg, því að það tíðkaðist ekki með klerk- um um þessar mundir. En einsdæmi er það ekki, og það kemur hér heim, sem áður er að vikið, að Jón hefir í þessu fylgt íslenzkum sið frekar en kirkjulegri venju. • Ég verð að ljúka máli mínu, þó að á flest hafi stutt- lega verið drepið og á annað alls ekki, sem þó væri mjög frásagnarvert, eins og t. d. prentsmiðju Jóns Arasonar, hina fyrstu prentsmiðju á Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.