Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 48

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 48
292 KTRKJURITIÐ Jón Arason lítinn væskil, hvikan á fæti og snarkringlu- legan. Hann hlýtur að hafa verið stór maður, höfðing- legur í fasi og málrómi. Svo vill til, að geymzt hefir lýsing á Jóni Arasyni, og getur hver véfengt hana eða trúað henni eftir skapferli og vilja. Hún er í gamalli lýsingu presta á Völlum í Svarf- aðardal, er Hálfdán Einarsson, skólameistari á Hólum safnaði. Er skýrslan gerð af Jóni Sigurðssyni bónda á Urðum, en Hálfdán hélt henni til haga. Skýrslan er svona: „Ég (þ. e. Jón Sigurðsson) hefi talað við gamla og skyn- sama kerlingu; sagði hún að langamma sín hefði séð Sigríði (frú Ólafs biskups Hjaltasonar), og hefði hún verið mikill skörungur. Þessi kerling sagði líka, að þessi langamma sín hefði 10 vetra séð Jón Arason vígja prest, og hefði kápan tekið honum rétt á kné; hann hefði verið langleitur og sléttleitur, hvítur af hærum á hár og skegg og lotinn á herðar; mikið fyrirmannlegur. ‘ ‘ Nota flest í nauðum skal. Mér sýnist engin sérstök ástæða til þess að rengja þessa „gömlu skynsömu kerl- ingu“, og hafi hún hjartans þökk fyrir sín orð, og þeir fyrir sína hirðusemi, er héldu þeim til skila. Tímans vegna getur það staðizt, að „langamma" hafi verið 10 ára, er hún sá Jón Arason vígja prest á síðustu árum hans, þó að vel verði að halda öllu til skila. En lýsingin staðfestir alveg það, sem ætla mátti um útlit Jóns. Helzt mætti véfengja þá umsögn, að Jón Ara- son hafi haft skegg, því að það tíðkaðist ekki með klerk- um um þessar mundir. En einsdæmi er það ekki, og það kemur hér heim, sem áður er að vikið, að Jón hefir í þessu fylgt íslenzkum sið frekar en kirkjulegri venju. • Ég verð að ljúka máli mínu, þó að á flest hafi stutt- lega verið drepið og á annað alls ekki, sem þó væri mjög frásagnarvert, eins og t. d. prentsmiðju Jóns Arasonar, hina fyrstu prentsmiðju á Islandi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.