Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 46
290
KIRKJURITIÐ
bugar þá feðga og hefir þá með sér fangna að Snóks-
dal.
Daði sendi nú þegar suður til Bessastaða til þess að
láta umboðsmann konungs, Kristján skrifara, vita hvar
komið var. Hefir fregnin vakið heldur en ekki athygli.
Kristján reið vestur í Dali, lét lögmann nefna dóm um
þetta allt, og var aðalniðurstaðan, að þeir feðgar skyldu
geymdir til næsta Alþingis.
En hver átti að geyma þá? 1 þessu ráðaleysi er farið
með þá feðga í Skálholt, og þar sitja nú höfðingjarnir
og reynir hver að losa sig úr þessum vanda. Loks kveður
hörkutólið séra Jón Bjamason upp úr með það, sem frægt
er orðið, „að öxin og jörðin geymi þá bezt“. Hinn marg-
þjakaði Marteinn biskup, þykkjuþungur maður að eðlis-
fari, fellst þegar á þetta. Kristján finnur þunga byrði
velta af herðum sér við þetta. Daði einn vill ekki bæta
meiru ofan á sínar aðgerðir. Hann þumbast á móti. En
Kristján tekur af skarið. Hann semur skrá um sakar-
giftir á hendur þeim feðgum í 17 liðum og les þetta
plagg. Það á að ganga fyrir öllu öðru, lögmannsdómi og
almennu réttarfari. Samkvæmt því eiga þeir feðgar að
deyja. Þeir verða að falla í borgarastríðinu milli Islend-
inga og Dana á Islandi og „deyja fyrir kongsins mekt“.
Nú skildi Jón Arason, hvað upp var komið á teningnum.
Þetta fór svo fram 7. nóv. 1550. Þeir feðgar voru af
lífi teknir í Skálholti. Er sú tign yfir Jóni Arasyni á
síðustu stundum hans, að varla á sinn líka í sögu vorri.
Svo vel verður Jón biskup við dauða sínum, að jafnvel
kímnin í fari hans hverfur ekki, en hefst í hærra veldi
af alvörunni allt umhverfis.
•
Hér hefir verið getið nokkurra lausavísna þeirra, sem
Jón Arason kastaði fram við ákveðin tækifæri. Virðist
svo sem hann hafi beinlínis lagt það í vana sinn að kasta
fram kveðlingum um daginn og veginn. Má þó vera að