Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.12.1950, Blaðsíða 30
276 KIRKJURITIÐ ábóti á Þverá. Hér var aðalsætt mikil og göfug, og í þeirri ætt var Jón Arason. Þjóðsöguminnið um karlssoninn, sem hreppir kóngsdótt- urina og konungsríkið, hefir verið þrálátt í hugum Is- lendinga, og saga Jóns Arasonar hefir ekki farið varhluta af því. Jón á að hafa verið sárfátækt kotungsbarn, sem hokrar með móður sinni á Grýtu, er nærri dauður úr hungri, og liggur við að hann leggi hönd á eina af kví- gildisánum þeim til matar. Hann lifir á bónbjörgum bræðr- anna í klaustrinu, og fær þar einhverja litla nasasjón af latínu, en þó ekki svo, að heitið geti að hann kynni hana. En svo allt í einu rís hann stall af stalli með ótrú- legum hraða, þar til er hann hefir náð hinum hæstu metorðum. Þetta er þjóðsaga. Jón Arason er háættaður í báðar ættir. Faðir hans, Ari, var sonur Sigurðar priors á Möðru- völlum í Hörgárdal, og má rekja þá ætt um röð höfðingja og auðmanna, sennilega allt til Guðmundar ríka á Möðru- völlum í Eyjafirði. Ari, faðir hans, er umboðsmaður Hóla- jarða og höfðingi, og býr í Miklagarði í Eyjafirði. Er Jón sennilega fæddur þar. — Og Elín, móðir Jóns, er systurdótir Einars ábóta á Munkaþverá, svo að fullt jafnræði hefir verið með þeim. Þegar þessa er gætt, verður skiljanlegri hinn skjóti frami Jóns Arasonar. Sá frami fékkst ekki á þessum tímum nema ættar nyti við. Hitt er svo annað mál, að veraldarlán er hverfult, og margbreytni mannlífsins óendanleg, svo að einhver fótur getur verið fyrir þjóðsögunum. Ari hefir ef til vill fallið frá snögglega, og ekki er víst nema efnin hafi reynzt ódrjúg, þegar upp þurfti að gera skyndilega, og gengur oft fljótt á það, sem af er tekið án þess að við bætist jafn harðan. Hvað væri þá sennilegra en að ábótinn, frændi Elínar, hafi skorizt í leikinn, sett hana á litla en þægilega jörð rétt undir handarjaðri sínum, og þannig komist Grýta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.