Kirkjuritið - 01.12.1950, Síða 30
276
KIRKJURITIÐ
ábóti á Þverá. Hér var aðalsætt mikil og göfug, og í
þeirri ætt var Jón Arason.
Þjóðsöguminnið um karlssoninn, sem hreppir kóngsdótt-
urina og konungsríkið, hefir verið þrálátt í hugum Is-
lendinga, og saga Jóns Arasonar hefir ekki farið varhluta
af því. Jón á að hafa verið sárfátækt kotungsbarn, sem
hokrar með móður sinni á Grýtu, er nærri dauður úr
hungri, og liggur við að hann leggi hönd á eina af kví-
gildisánum þeim til matar. Hann lifir á bónbjörgum bræðr-
anna í klaustrinu, og fær þar einhverja litla nasasjón
af latínu, en þó ekki svo, að heitið geti að hann kynni
hana. En svo allt í einu rís hann stall af stalli með ótrú-
legum hraða, þar til er hann hefir náð hinum hæstu
metorðum.
Þetta er þjóðsaga. Jón Arason er háættaður í báðar
ættir. Faðir hans, Ari, var sonur Sigurðar priors á Möðru-
völlum í Hörgárdal, og má rekja þá ætt um röð höfðingja
og auðmanna, sennilega allt til Guðmundar ríka á Möðru-
völlum í Eyjafirði. Ari, faðir hans, er umboðsmaður Hóla-
jarða og höfðingi, og býr í Miklagarði í Eyjafirði. Er
Jón sennilega fæddur þar. — Og Elín, móðir Jóns, er
systurdótir Einars ábóta á Munkaþverá, svo að fullt
jafnræði hefir verið með þeim.
Þegar þessa er gætt, verður skiljanlegri hinn skjóti
frami Jóns Arasonar. Sá frami fékkst ekki á þessum
tímum nema ættar nyti við.
Hitt er svo annað mál, að veraldarlán er hverfult, og
margbreytni mannlífsins óendanleg, svo að einhver fótur
getur verið fyrir þjóðsögunum. Ari hefir ef til vill fallið
frá snögglega, og ekki er víst nema efnin hafi reynzt
ódrjúg, þegar upp þurfti að gera skyndilega, og gengur
oft fljótt á það, sem af er tekið án þess að við bætist
jafn harðan.
Hvað væri þá sennilegra en að ábótinn, frændi Elínar,
hafi skorizt í leikinn, sett hana á litla en þægilega jörð
rétt undir handarjaðri sínum, og þannig komist Grýta