Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 67

Kirkjuritið - 01.12.1950, Page 67
LANDRÝMIÐ OG MAÐURINN 311 í ofsalegum hlátursköstum. Pakhom gekk til hans í draumn- og spurði hann, hvert fagnaðarefnið væri — en þá sá hann skyndilega, að þetta var alls ekki Starshina, heldur kaupmað- urinn, sem heimsótti hann síðast og sagði honum frá landi þessu. En þegar hann ávarpaði kaupmanninn og spurði: „Sá ég þig ekki heima hjá mér fyrir skömmu?“ hafði hann varla sleppt orðinu, þegar kaupmaðurinn breyttist skyndilega í bónd- ann, sem hafði komið langa vegu neðan frá Volgu og gengið inn í skálann til Pakhoms, þegar hann átti heima í gamla landinu. Loks sá Pakhom og sannfærðist um, að bóndi þessi var alls enginn bóndi, heldur sjálfur djöfullinn, með horn og hófa, og að hann starði fast á eitthvað, sem hann sá þaðan sem hann sat, og skellihló. Hugsaði þá Pakhom með sér: „Á hvað getur hann verið að horfa, og hvers vegna hlær hann svona ógurlega?“ Og hann gekk vitund til hliðar í draumnum til þess að sjá betur. Sá hann þá mann — berfættan, í einum skyrtugopa og stuttbrókum, öðru ekki — liggja marflatan upp í loft og andlitið á manninum var eins hvítt og línvoð. Og, þegar hann aðgætti þetta betur, sá Pakhom allt í einu, að maður þessi var enginn annar en hann, Pakhom sjálfur. Hann saup hveljur og vaknaði — vaknaði og fannst draum- urinn vera raunveruleikinn sjálfur. Leit hann þá í kring um sig til að athuga, hvort tekið væri að lýsa og sá, að komið var undir dögun. „Það er mál til komið að fara að hreyfa sig,“ hugsaði hann. „Ég verð að vekja þessa góðu félaga.“ Pakhom rauk á fætur, vakti húskarl sinn, sem svaf í tarant- assanum — og skipaði honum að beita hestinum fyrir vagn- inn, fara svo og kalla á Baskirana, vegna þess að nú væri mál til komið að fara út á heiðina og mæla landið. Barskir- arnir brugðu einnig blundi og gerðust skjótt ferðbúnir, og Starshina sjálfur lét sig ekki vanta. Þeir höfðu kumiss að morgunverði og ætluðu að gefa Pakhom tesopa, en hann mátti ekki vera að því að bíða. „Ef nokkuð á að verða úr þessu, er bezt að við förum að koma okkur af stað,“ sagði hann — „þótt fyrr hefði verið.“ Baskiramir bjuggust því og lögðu af stað, sumir á hestbaki, aðrir í kerrum, en Pakhom ók í taran- tass sínum, ásamt húskarlinum. Þeir komu út í heiðina, rétt í dögun, og héldu að hól nokkrum, sem nefndur er shichan á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.