Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 31

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 31
UMMYNDUN JESÚ 29 uPPi í Hermonhlíðum. Hún á að vera grundvöllur trúar okkar og lífsskoðimar. Jesús Kristur er til okkar kominn úr dýrð himnanna, °g sú dýrð er innsta eðli hans. Hann er sonur Guðs hinn elskaði, Guðs föður veru fegurst mynd frjáls lifði og dó af allri synd. Hýrð hans er dýrð hins þjónandi kærleika, sem leggur a|lt í sölurnar til frelsis og bjargar öðrum, jafnvel lífið sJálft. Hann færir fullkomna kærleiksfóm með dauða sín- Um á krossi og rís upp til eilífs lífs og eilífrar dýrðar. Allt umhverfis okkur er annar æðri heimur, og þeir, sem hann byggja, eru einnig nálægir okkur og taka þátt 1 kjörum okkar. Haf dauðans lykur ekki yzt um sjónar- hring. Handan við það breiðist sólskin um fagrar hlíðar. Dauðinn er aðeins fæðing til æðri tilveru, gröfin hlið að lífsins bjarta heimi, þar sem kærleiki Guðs verður allt í öllu. Til þessa heims er Jesús Kristur okkur vegurinn, sann- leikurinn og lífið. „Hlýðið á hann“ er boð Guðs til okkar mannanna. Hlýðið á hann og hlýðið honum. f því er krist- indómurinn fólginn. Fetið í fótspor Krists. Allar tilraunir okkar til að setja eitthvað annað í staðinn, helgisiði, vara- Jatningar, trúarlærdóma eru fánýtar og stundum ekki annað en flótti frá Guði. Guð vill okkur sjálfa, hjarta okkar, starf, líf. Og þótt alltaf hljóti að vera djúp milli t>ess sem við erum og þráum að vera, þá megnar kærleiki Guðs að brúa það, ef við aðeins erum barnslega heil og sonn í viðleitni okkar og trú á hann og þann, sem hann sendi. ..Þeir sáu Jesúm einan hjá sér,“ segir í niðurlagi frá- sagnarinnar. Svo fór lærisveinunum þremur, og svo skyldi okkur einnig fara. Þegar stefnt er á brattann mót himni, goæfir að lokum einn tindur hátt yfir alla aðra. Heilsum árinu nýja með þeirri ósk og bæn, að dýrðar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.