Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 21
GUÐFRÆÐI KARLS BARTH 19
við vilja hins mikla höfundar. Sá einn, sem svíkst úr þeim
leik, sé dæmdur.
Auðvitað duldist ekki hinu alskyggna auga Jesú, hví-
líkur dómur getur beðið hvers þess manns, sem gerir ljósið
í sjálfum sér að myrkri, og hversu áhættusamt lífið er
og stórkostlegur munur á fegurð þess og skuggum.
Barátta er daglega háð milli ljóss og myrkurs, góðs og
ills um hverja mannssál. Rithöfundurinn Carlyle hefir á
einum stað sett fram líkingu, sem á að varpa birtu yfir,
hve tvísýnt það kann að reynast, á hvora sveif maður
leggst, þá sem til góðs horfir eða hina. Hann segir: „Það
er sem leynigöng liggi úr hugarfylgsnum mannanna lengst
niður á við, alla leið niður í undirdjúp neðsta vítis. Úr
sálum hinna sömu manna rísa turnar, sem teygja álmur
sínar til himins.“
Líking þessi mun um margt sönn og í samræmi við
boðskap höfundar kristindómsins. Með hugsunum sínum
°g framferði getur maðurinn hrapað sjálfum sér niður
í djúp fordæmingarinnar. En sál hans á sér einnig styrk,
sé vel á haldið, til þess með Guðs hjálp að þreyta flug til
æðstu miða. För Krists niður í þennan heim var farin til
að örfa mannkynið að freista þessa flugs, kenna því á
Því rétt tök, blása því byr undir vængi, trú í brjóst, sigur-
Von í svip.
Það er því saurgun við minningu hans að látá hendur
1 skaut falla í fullkomnu vonleysi og telja föður allrar
Oiiskunnar sér andhverfan og jafnvel fjandsamlegan.
Milli Guðs og manns er ekki staðfest neitt óradjúp.
Sönnu nær mun hitt, sem Dean Inge heldur fram í bók
smni, Christian Mysticism, „að erfitt sé að sjá glögga
ftiarkalínu milli þess, hvar Guð sé að starfi í sál mannsins
°g hvar engin persóna tekur við“.
_öll Ritningin frá upphafi til enda virðist vitna um þetta
nána, leyndardómsfulla samband. „Talaðu, Drottinn, þjónn
Þinn heyrir,“ hvíslar spámannleg rödd út í nótt Gamla