Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 43

Kirkjuritið - 01.01.1951, Page 43
ÉG TRÚI Á GUÐ EN GRÝLUR EI 41 stórkristilegi dómur Lúthers og vísa ég þessum ummæl- um þangað. Aftur bendi ég á það, sem allir vita, er eitthvað þekkja til mannkynssögunnar, að hjónabandið er á engan hátt sérstaklega kristileg stofnun, þar sem það hefir viðgengizt uieð öllum þjóðum, jafnvel villimönnum frá örófi alda. Að visu haggaði kristnin ekkert við þessari ríkjandi venju fremur en t. d. þrælahaldinu. En benda má á það, að höf- undur kristnindómsins kvæntist aldrei, og segir hann, að í Guðs ríki muni menn hvorki kvænast né giftast, heldur lifa eins og englarnir á himnum, svo að ekki hefir hann talið þessa stofnun óhjákvæmilega til siðferðilegrar full- komnunar. Páll postuii var heldur ekki mikið gefinn fyrir giftingar, en taldi þær þó skárri en að menn brynnu af Sirnd. Um meyjarnar segist hann enga skipun hafa frá drottni. Ekki syndgi menn að vísu, þótt þeir kvænist, en þrenging muni slíkir hljóta fyrir hold sitt. Hinn ókvænti beri fyrir brjósti það, sem Drottins sé, en hinn kvænti buð, sem heimsins sé og hvernig hann megi þóknast kon- unni. Að vísu geri sá maður vel, er gifti mey sína, en hinn geri betur, sem ekki giftir hana (I. Kor. 7). Sýnir þntta, að þessi stórpostuli hefir ekki haft hálfan áhuga ú við Torvik prest fyrir giftingum. hað liggur í augum uppi, að hjónabandið er fyrst og fremst réttarfarsleg stofnun, sem hagkvæm hefir þótt til uryggis um að vel væri séð fyrir afkvæmunum, og má margt gott segja því til gildis frá því sjónarmiði. En að hér væri um eitthvert sáluhjálparatriði að ræða, datt kirkjunni ekki í hug lengi fram eftir öldum, enda skipti hún sér framan af lítt af giftingum, og var í hinum kristnuðu löndum víðast hvar farið að fornum landssiðum í þessu efni, þannig að faðirinn eða forráðamaður brúðar- mnar gaf hana eða seldi. Liggur það því í hlutarins eðli, að hjónabandið var svo fjarri því að vera kirkjuleg stofn- Un, að lengi framan af komu prestar naumast til mála sem vígslumenn, þar sem þeir höfðu engar meyjar að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.