Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 50
48 KIRKJURITIÐ og metningur um trúargreinar, sem þeir sjálfir hafa búið til en ekki Guð. Fjöldinn allur af þeim trúarsetningum, sem rugla alla dómgreind guðfræðinga á sr. Sigurbjarnarstiginu, svo að þeir sjá aldrei handaskil alla sína ævi, eru af þessu taginu, bara grýlur, sem búnar eru til af álíka miklum speking- um og þeim. Er það algerlega vonlaust fyrir menn, sem ekki geta rifið sig út úr myglulofti þessa forndogmatiska moldviðris, að reyna nokkru sinni til að hugsa nýtilega hugsun um guðfræði. Ég hefi aldrei svo mikið sem látið mér Hvernig menn koma það í hug, að það væri móðgun frelsast. við manninn að telja hann hjálparvana og alls vana án Guðs. Þessi útúrdúr sr. Sig- urbjarnar sýnir, hversu ósýnt honum er um að draga ályktanir. Af því að ég tek lítið mark á Barth eða Bo Giertz í andlegum efnum, kemst hann að þeirri spaklegu niðurstöðu, að ég þykist vera sjálfum mér nægur og þurfi ekki á Guði að halda. Þeim, sem ekki kunna að gera mun á þessum tveimur persónum: Guði og hinum sænska bislc- upi, er naumast við hjálpandi í andlegum efnum. Ég þóttist gera sæmilega grein fyrir því, að á hinum síðamefnda tek ég lítið mark, af því að ég tel það ómerki- legan og óhollan boðskap, sem hann hefir að flytja. Og ég get ekki hugsað mér, að Guð ætlist til slíks af mér. Því síður geri ég ráð fyrir, að það sé upphaf allrar syndar að reyna að beita hugsun sinni að því að finna greinar- mun góðs og ills, eins og þessir guðfræðingar ímynda sér. Þvert á móti tel ég það upphaf allrar siðgæðisviðleitni- Ég trúi því, að Guð hafi gefið mönnum vit og rænu til að þeir notuðu þennan hæfileika sér til sáluhjálpar eftir þeirri leið, sem þeim er fær. En ekkert er þetta í neinni mótsögn við þá trú, að allt líf sé gjöf úr Guðs hendi. Mis- munurinn liggur aðeins í því, á hvern hátt við gerum okkur grein fyrir hjálp Guðs, eða „frelsuninni", svo að notað sé það orðalag, sem séra Sigurbirni er væntanlega tamast-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.