Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 50

Kirkjuritið - 01.01.1951, Side 50
48 KIRKJURITIÐ og metningur um trúargreinar, sem þeir sjálfir hafa búið til en ekki Guð. Fjöldinn allur af þeim trúarsetningum, sem rugla alla dómgreind guðfræðinga á sr. Sigurbjarnarstiginu, svo að þeir sjá aldrei handaskil alla sína ævi, eru af þessu taginu, bara grýlur, sem búnar eru til af álíka miklum speking- um og þeim. Er það algerlega vonlaust fyrir menn, sem ekki geta rifið sig út úr myglulofti þessa forndogmatiska moldviðris, að reyna nokkru sinni til að hugsa nýtilega hugsun um guðfræði. Ég hefi aldrei svo mikið sem látið mér Hvernig menn koma það í hug, að það væri móðgun frelsast. við manninn að telja hann hjálparvana og alls vana án Guðs. Þessi útúrdúr sr. Sig- urbjarnar sýnir, hversu ósýnt honum er um að draga ályktanir. Af því að ég tek lítið mark á Barth eða Bo Giertz í andlegum efnum, kemst hann að þeirri spaklegu niðurstöðu, að ég þykist vera sjálfum mér nægur og þurfi ekki á Guði að halda. Þeim, sem ekki kunna að gera mun á þessum tveimur persónum: Guði og hinum sænska bislc- upi, er naumast við hjálpandi í andlegum efnum. Ég þóttist gera sæmilega grein fyrir því, að á hinum síðamefnda tek ég lítið mark, af því að ég tel það ómerki- legan og óhollan boðskap, sem hann hefir að flytja. Og ég get ekki hugsað mér, að Guð ætlist til slíks af mér. Því síður geri ég ráð fyrir, að það sé upphaf allrar syndar að reyna að beita hugsun sinni að því að finna greinar- mun góðs og ills, eins og þessir guðfræðingar ímynda sér. Þvert á móti tel ég það upphaf allrar siðgæðisviðleitni- Ég trúi því, að Guð hafi gefið mönnum vit og rænu til að þeir notuðu þennan hæfileika sér til sáluhjálpar eftir þeirri leið, sem þeim er fær. En ekkert er þetta í neinni mótsögn við þá trú, að allt líf sé gjöf úr Guðs hendi. Mis- munurinn liggur aðeins í því, á hvern hátt við gerum okkur grein fyrir hjálp Guðs, eða „frelsuninni", svo að notað sé það orðalag, sem séra Sigurbirni er væntanlega tamast-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.