Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 52

Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 52
50 KIRKJURITIÐ ekki í samband við neitt í sjálfum sér. Sú guðfræði, sem leggur megináherzluna á algeran mismun skaparans og hins skapaða, útilokar því alla opinberun og gerir alla frelsun að meiningarleysu. Hin eina sanna guðsþekking fæst með andlegri reynslu. Hún er fólgin í því, að einstaklingurinn öðlist vitund um hið dýpsta og sannasta eðli sitt. Þangað hafa allir miklir trúarbragðahöfundar sótt opinberanir sínar. Tilfinning mannanna fyrir ófullkomleikanum og þrá þeirra eftir hinu fullkomna, sem er eitt og hið sama, baráttan fyrir því að öðlast eilíft líf, hugsjónin sem heillar, allt þetta er fyrst og fremst grundvöllur og uppspretta allrar guðsopinber- unar. Það, að mennirnir leita Guðs, sýnir, að þeir geta ekki án hans verið og að hann á hlutdeild í eðli þeirra. Guð er lífið hið æðsta, sem þeir þrá. Að segja það, að Guð sé til, þýðir þá það, að guðlega reynslu sé unnt að öðlast. Frelsunin eða réttara sagt end- urfæðingin er sú umsköpun sálarinnar, sem fram fer, þegar maðurinn tekur að lifa samkvæmt æðstu þrám sínum og skilningi á hinu fagra, sanna og góða. Engin önnur frelsun hefir neina þýðingu eða tilveru nema í ímynduninni. Hitt er líka jafn skiljanlegt, að andleg reynsla þeirra, sem lengra eru komnir á þessari braut, getur hjálpað þeim, sem leitandi eru, og vísað þeim veginn, en þó því aðeins að einhverjir snertipunktar séu milli hins andlega þroska, einhver sameiginlegur skilningur. Þannig getur Kristur aðeins hjálpað þeim, sem trúað geta því, að skap- arinn sé hinn himneski faðir og að elskan sé uppfylling lögmálsins. Verði hvorki þessarar elsku vart né trúar á föðureðli Guðs, er sá kristindómur fánýtur. Þess vegna hefir mér ávallt þótt mjög tortryggileg „frelsun" þeirra, sem einkum skelfast reiði og refsidóma Guðs, og halda, að Guð sé í þessu efni hálfu miskunnar- lausari en nokkur jarðneskur faðir. Eins og kemur i ljós í Faðirvorinu, þarf fyrirgefning fyrst að verða mönnum sjálfum eiginleg áður en þeir geta öðlast nokkra verulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.