Kirkjuritið - 01.01.1951, Blaðsíða 6
Hvert skal halda?
I.
öldin er hálfnuð.
öld tveggja heimsstyrjalda það sem af er.
öld, er skelfur af ótta við hina þriðju, sem kunni að
renna upp á þessu ári.
Og þó hafa ástgjafir Guðs við mannkynið verið hinar
sömu og áður, eilíft þakkarefni eins og fyrr.
Það erum við mennirnir, sem höfum brugðizt honum.
Verður þá engu um þokað? Hlýtur allt, sem liðið er, að
haldast hið sama um aldur? Verður aidrei breytt neinu,
er að baki liggur?
Ýmsir eru þeirrar skoðunar. Þeir ætla, að liðni tíminn
verði nákvæmlega hinn sami og öll útsýn yfir hann,
hvernig sem framtíðin verður. Eitt sé óumbreytanlegt með
öllu, endurminning þess, er var.
Ef þetta er rétt, ef ekkert er unnt að gjöra til að bæta
fyrir glæpi og bróðurmorð, þá hlýtur okkur að skorta dug
og djörfung til að leggja á nýja áfangann — síðara helming
aldarinnar, þar sem dauðinn bíður okkar flestra, sem nú
erum komnir til vits og ára. Þá hlýtur Kain að verða
niðurlútur til eilífðar. Þá er okkur þegar búinn ósigur.
En fyrir Guðs náð getum við breytt því, sem liðið er,
þannig, að það horfi við mjög á annan veg en áður var.
Sá, sem klifrar upp fjallshlíð, sér, að slakkamir hið neðra
eru alltaf að breytast fyrir augum hans eftir því sem hann
kemst ofar, og jafnvel á blakkar aurskriður getur brugðið
perluljóma. Sá, sem sættist við óvin sinn, sér minning-
amar um hatrið í milli í öðm Ijósi en áður og mildara,