Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 51

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 51
Séra Björn Stefánsson: Jón Arason. I Það er einn af mestu harmsöguþáttum íslenzku þjóðar- in«ar, að siðbót Lúthers skyldi verða notuð sem skálka- skjól erlends konungsvalds og siðlausra stigamanna þess, ti} þess að svipta þjóðina síðustu leifum frelsis síns og s3álfstæðis og svipta lífi — sem sakamenn — síðustu útverði þess, biskupana á Hólum og Skálholti. Níðingsverk það, sem unnið var á ögmundi Pálssym biskupi í Skálholti blindum og örvasa, er alkunnugt. Tvö herskip voru send til landsins undir stjórn Kristofers Hvít- felds. Þau lentu í Reykjavík (Hólminum). Hvítfeld þessi, sem virðist hafa verið bæði stigamaður og varmenni, átti að taka ögmund fastan, ræna hann eignum sínum og flytja til Danmerkur. Var hann af konimgi sæmdur hirð- st3óravaldi. Með aðstoð Gissurar Einarssonar hins fyrsta iúterska biskups í Skálholti og gamals skjólstæðings ögm. ^álssonar, tókst að koma fram vélráðunum við hinn gamla hiskup. Dó hann á leiðinni til Danmerkur eflaust af hugar- og illri meðferð. II. Jón biskup Arason á Hólum tók upp hið fallna merki Psmundar og varð nú um skeið umsvifamikill andstæð- ir>gur siðbótarinnar og konungsvaldsins danska og varð t^h hríð valdamesti maðurinn ekki aðeins í Hóla heldur rinnig í Skálholtsbiskupsdæmi. 10

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.