Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 63

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 63
S AMTÍNIN GUR 153 Canon Peter Green, velmetinn enskur kirkjumaður og rithöf- undur, skrifaði nýlega grein um fráhvarfið frá trúnni og kirkj- Una. Greinina endar hann á þessa leið: „Daglegar guðsþjón- ustur í öllum kirkjum Englands mundu gera meira til að leiða bjóðina til Guðs heldur en nokkuð annað, sem mennimir geta gert.“ ★ Héraðsfundur Borgarfjarðarprófastsdæmis árið 1891 var samhuga á því að afnema Kóngsbænadaginn sem helgan dag, og nieirihlutinn vildi setja sumardaginn fyrsta í staðinn. Ennfrem- Ur vildi meirihluti fundarins afnema annan 1 páskum og annan í hvítasunnu. ★ Enski biskupinn Weldon sagði, að það sem gerði kirkju sinni mestan skaða væri áköf viðleitni prestanna til að gera annarra Verk en vanrækja sitt eigið starf. ★ Síðasta blaðagreinin, sem Bemhard Shaw skrifaði, var rit- dómur um síðustu bók Inge, fyrmm prófasts við St. Pálskirkj- una í Lundúnum. Grein þessa skrifaði Shaw í Church of Eng- land Newspaper og var það bæði fyrsta og síðasta greinin, sem hið látna skáld birti í brezku kirkjublaði. ★ Sumarið 1892 birtu 46 prestar svofellda yfirlýsingu í Kirkju- hlaðinu: »Vér undirskrifaðir andlegrar stéttar menn skoðum eflingu °9 útbreiðslu algjörs bindindis (bæði frá að neyta og veita) Sem kristilegt kærleiksverk, er sérstaklega snertir oss eftir stöðu vorri, og viljum því með eigin dæmi og yfir höfuð í orði °9 verki styðja þetta velferðarmál þjóðar vorrar." _ Seinna bættust svo talsvert fleiri prestar við undir þessa yfir- tysingu. G. Br.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.