Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 74

Kirkjuritið - 01.04.1951, Side 74
Bœkur, Þýðingar dr. C. Venn Pilchers biskups. Eftir próf. dr. pihil. Richard BecTc. Vér íslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við þá merkis- og fræðimenn útlenda, sem af einskærri ást á íslenzkum fræð- um hafa snúið á víðlesin erlend mál bókmenntum vorum 1 bundnu máli eða óbundnu, og með þeim hætti víkkað landnám íslenzkrar menningar. í þeim fríða flokki skipar dr. Charles Venn Pilcher, biskup í Sydney í Ástralíu, bæði heiðurssess og á þar sérstöðu, því að hann hefir gerzt brautryðjandi á því sviði, með enskum ÞÝð' ingum sínum á íslenzkum trúarljóðum að fomu og nýju. Eigi verður hér rakinn merkur ævi- og starfsferill dr. Pilch- ers, þó meir en verðugt væri, því að áður hefir sá, er þetta ritar, gert því efni nokkur skil í grein sinni „íslandsvinurinn dr. C. Venn Pilcher og þýðingar hans“ (Tímarit Þjóðræknis- félagsins 1943). Að þessu sinni skal athygli lesenda sérstaklega dregin að hinu nýja safni hans af þýðingum íslenzkra trúar- ljóða. Hann hefir áður, eins og kunnugt er, gefið út þrjú söfn af þýðingum sínum úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar, The Passion Hymns of lceland (London, 1913), Meditations °n the Cross (Toronto, 1921) og lcelandic Meditations on the Pas- sion (New York, 1923), sem er aðalsafn þýðinga hans fram að þeim tíma. Vöktu þessar Passíusálma-þýðingar hans eftirtekt og hlutu ágæta dóma, en ítarlegri umsögn um þær er að finna í ofannefndri ritgerð greinarhöfundar, og vísast þangað. Alveg nýverið hefir Ástralíudeild hins mikla útgáfufélags Ox- ford University Press gefið út nýtt safn þýðinga úr íslenzku eftir dr. Pilcher, er nefnist lcelandic Christian Classics (Mel'

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.