Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 78

Kirkjuritið - 01.04.1951, Page 78
168 KIRKJURITIÐ félagsins, Birgir Snæbjömsson, flutti ávarp. Árni Sigurðsson talaði um gullvægu regluna, Sváfnir Sveinbjamarson um komu Guðs ríkis og séra Kristinn Stefánsson um kirkjuna og þjóð- félagsvandamálin. Aðalfundur Prestafélags íslands er ákveðinn þriðjudaginn 19. júní í Háskólanum, og verður dagsskrá hans á þessa leið: I. Kl. 9,30 f. h.: Morgunbænir í Háskólakapellu. H. Kl. 10,00 f. h.: Ávarp formanns. Skýrsla um störf fé' lagsins og fjármál. Umræður. m. Kl. 11,00 f.h.: Kirkjulegur skóli. Framsöguerindi °& umræður. IV. Kl. 2 e. h.: Kirkjulegur skóli. Framhaldsumræður. Kl. 4—5 e. h.: Sameiginleg kaffidrykkja. V. Kl. 5—6 e. h.: Guðfræðilegt erindi. VI. Kl. 6 e. h.: önnur mál. Kosning tveggja manna í stjórn, kosning endurskoðenda. VII. Kl. 7 e. h.: Fundarslit. Kvöldbænir í Háskólakapellu. Séra Guðmundur Sveinsson kom úr utanför sinni í byrjun maímánaðar. Hann hefir lokið prófi við háskólann í Lundi í hebresku, arabisku og sýrlenzku með ágætiseinkunn. Nám sitt hefir hann að mestu stundað 1 Kaupmannahöfn og notið þar ágætrar leiðsögu prófessoranna Joh. Pedersens og A. Bentzens. Auk málanámsins hefir séra Guðmundur lagt stund á Gamla testamentisfræði og sérstak- lega það, er varðar spámennina. Biskupshjónin komin heim aftur. Biskupshjónin komu hingað heim úr vesturför sinni 15. febr., og er biskup nú aftur við góða heilsu. Dvöldust þau hjónin um hálfan mánuð í Mayostofnuninni í Rochester í Minnesota, en þaðan fóru þau til Winnipeg og loks til Mexico. Hefir biskup flutt þætti um ferð sína í útvarpinu. Komu þeirra biskupshjona til Winnipeg getur sérstaklega á öðrum stað hér í ritinu. Séra Einar Sturlaugsson, prófastur á Patreksfirði, hefir nýlega gefið kennslustólnum í íslenzku við Manitobaháskóla blaðasafn sitt og tímarita. Er hvorttveggja mikið og gott.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.