Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 11
PISTLAR 201 Nyman í Abo skrifar nýlega tvær greinar um prédikunina, og er ekki myrkur í máli. Hann byrjar á þessari gömlu sögu: Kirkjugestur hitti kunningja sinn á heimleiðinni. „Svo þú varst við kirkju!“ segir kunninginn. „Hvað talaði klerkur um í dag?“ „Það sagði liann ekki,“ svaraði kirkjugesturinn. Prófessorinn telur, að sagan feli ósjaldan í sér of mikinn sannleika. í því sambandi er skylt að taka fram, að erlendir prédikarar tala margir meira til tilfinninga en hér er að jafnaði gert. Samt verður ekki neitað, að svipað þessu heyrist iðulega hér. Og þótt að það sé oft gert af þeim mönnum, sem fara ekki í kirkju og vita því ekki, hvað þeir sjálfir eru að segja, er oss skylt að gæta þess ævinlega svo sem vert er, að fólk fer í kirkju til að sækja þangað eitthvað. Og þar sem prédikunin skipar slíkan öndvegissess og innan vorrar kirkjudeildar, verður aldrei lögð við hana of mikil rækt. Útvarp og almenn menntun eykur líka kröfurnar til prédikunarinnar. Auðvitað getur enginn ætlazt til, þótt hann skreppi einu sinni í kirkju, að hann fái svör við ákveðinni spurningu, hvað þá lausn á öllum sínum vanda- málum. En sú almenna krafa, að prédikunin varpi kristilegu Ijósi á einhver tímabær umhugsunarefni, á vissulega rétt á sér. En eins og vikið er að hér á undan þarfnast líka ýmsir kirkjulegir siðir og venjur endurskoðunar. Og þörfin á fjöl- breytilegra kirkjustarfi er augljós, þótt hún verði ekki rædd að þessu sinni. Samúðarbréf. Aður gerðu sumir bréfaskriftir að íþrótt. Lítt mun slíkt iðk- a& nú á öld hraðans. Flestum mun finnast þeir hafa vel gert, hafi þeir svarað kunningjabréfum, þótt seint sé og síðarmeir. Sannleikurinn er samt sá, að flestum finnst gaman að fá bréf, ekki sízt langt að komin. Sum bréf geta líka verið eins og fuglasöngur um vetur, eða ljósi sé brugðið upp á myrkum stað. Nýlega las ég um fallegt fordæmi erlendrar konu á þess- uni vettvangi. Hún tók upp þann sið fyrir nokkrum árum að

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.