Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 20
210 KIRKJU'RITIÐ Má gera ráð fyrir, að þetta fordæmi séra JónsThorarensen þýði, að sú kvöð fylgi prestsembættinu, að aðrir prestar geri slíkt hið sama. Rúmmál kirkjunnar í heild er 6663 rúmmetrar, þar af full- gert 5454 rúmmetrar, en ófullgert 1209 rúmm. Nákvæmar tölur um kostnaðarverð kirkjunnar liggja ekki fyrir, því vinnu er ekki lokið og margt óuppgert, en ljóst er þó, að kostnaðarverð hennar í dag losar 5 milljónir með öllu til- heyrandi. Sú upphæð skiptist þannig: Húsverð ca. 4,2 milljónir, en annað rúmar 800 þúsundir. Byggingarkostnaðurinn hefir því reynzt tæpar 700.00 kr. á rúmm. í fullgerðu og um 350.00 í ófullgerðu. Sé hins vegar bætt við byggingarkostnaðinn innbúi og á- höldum, það er orgeli, sætum, kirkjuklukkum, teppum, altari, prédikunarstól o. fl., verður kostnaðurinn í fullgerðu rúmar kr. 830.00 á rúmm. Er það lítið hærra en áætlað var 1952, þótt byggingarkostnaður síðan hafi hækkað mjög. Af heildarkostnaðinum hefir framlag úr kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkur numið 46%. Hinn hlutinn, rúmar kr. 2.700.000 er framlag frá Nessöfnuði og skuldir, sem hann er ábyrgur fyrir. Þessi kirkja er byggð í talsvert öðrum stíl en aðrar kirkjur hér á landi. Nefna vil ég eitt atriði. Til þessa hefir þótt bezt við eiga í kirkjum hér, að kirkjugestir heyrðu sönginn og arg- elhljóminn á bakvið sig. í þessari kirkju sjá menn þetta um leið og þeir heyra, því að orgel og söngpallur er við hliðina á kórnum. Ég nefni ekki fleira, en veit, að skoðanir manna eru skiptar um flestar breytingar frá eldri kirkjustíl. En hvort er hyggi- legra, að fresta dómum, en kveða upp fordóma? Sé hið fyrra réttara, er bezt að láta þá, sem á eftir okkur koma gegna dómarastarfinu í þessu efni...... Fjársöfnunarnefndir hafa starfað í söfnuðinum s. 1. 16 ár og ávallt með nokkrum árangri. Margir hafa á sama tíma átt sæti í sóknarnefnd og bygginga- nefnd og því ýmist unnið að undirbúningi eða tekið þátt í fram- kvæmdum við byggingu þessa húss.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.