Kirkjuritið - 01.05.1957, Side 48

Kirkjuritið - 01.05.1957, Side 48
238 KIRKJUÍUTIÐ lampar eru 6, og einnig leitt í fagra ljósakrónu, 12 kerta, er Ólafur kristniboði Ólafsson hafði gefið kirkjunni fyrir alllöngu. Rafmagnið er frá dieselvél þar á staðnum, leitt með jarðstreng til kirkjunnar. Er hér um að ræða hina ágætustu framkvæmd, sem mjög ber að þakka. — B. B. Safnaðarblað Bústaðasóknar kom út í fyrsta sinni rétt fyrir páska. Tilefnið m. a. að söfnuðinum hefir \rerið úthlutað fagurri kirkjulóð á hentugum stað. Húsameistari ríkisins vinnur að teikningu kirkjunnar, sem ætlað er að verði ekki stór en hentug. Lindin. tímarit Prestafélags Vestfjarða, er nýkomin út. Verður hennar nánar getið síðar. Verður biskupsstóllinn endurreistur í Skálholti? Átta þingm. úr öllum þingflokkunum flytja nú þingsályktunartillögu um það að bisk- up íslands skuli hafa aðsetur i Skálholti. Flutningsmenn eru séra Svein- björn Högnason, Gísli Guðmundsson, Friðjón Skarphéðinsson, Gunnar Jóhannsson, Sigurður Ó. Ólafsson, séra Gunnar Gíslason og Ágúst Þor- valdsson. Frumvarp til laga um kirkjuþing var samþykkt sem lög frá Al- þingi 21. maí. Er með því náð marki, sem vinir kirkjunnar hafa lengi þráð. Æskulýðsdagur. Eins og að undanfömu liöfðu nokkrir prestar sam- tök sín á milli um sérstakan messudag fyrir ungt fólk. — Að þessu sinni var hann sunnudaginn 24. marz, og komu þá forráðamenn skólanna með nemnendur sína í kirkju víða á landinu. — Einnig vom slíkar messur næstu sunnudaga á eftir á nokkmm stöðum. — Messumar vom fluttar á Patreksfirði, Bíldudal, Hólmavik, Löngumýrarskóla, Skagafirði, Hofsós, Siglufirði, Dalvík, Möðmvöllum í Hörgárdal, Akureyri, Laugaskóla S.- Þing. — Húsavík, öllum prestaköllum Suður-Múlaprófastsdæmis og e. t. v. á fleiri stöðum. — Séra Sigurður Stefánsson prófastur prédikaði á Akur- eyri og flutti ámaðaróskir biskupsins. Hin aukna sókn þennan dag sýnir vaxandi áhuga á kirkjulegu starfi fyrir æskulýðinn. P. S. íslenzkur prestur flytur erindi í sjónvarp. Séra Sigurður Norland í Ilindisvík flutti mjög fróðlegt og áheyrilegt erindi í sjónvarp á Kefla- víkurflugvelli sunnudaginn 28. apríl. Erindið var flutt á ensku og fjallaði um skáldskap íslendinga. Mun séra S. N. hér brautryðjandi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.