Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 45
Vani í Skálholii Ein af gjöfunum til Skálholtskirkju á hátíðinni 1. júlí var danska Biblían. Mér var falið að afhenda hana frá Dansk-islansk Kirkesag til minningar um sambandið nána öld af öld með þjóðum Islands og Danmerkux og kirkjum þeirra. Um þetta samband ber það m. a. vitni, að kunnar og lítt kunnar danskar ættir eiga rætur sínar að rekja til biskupssetursins forna. ÍÞað eru einnig forfeður þeirra, sem hvíla nú undir grænni torfu í Skálholtskirkjugarði. T. d. nægir að nefna ætt Hannesar biskups Finns- sonar, Finsens ættina. Þess vegna göngum við, dönsk „bamabörn" Is- lands, með gát um þúfurnar í Skálholti. En hvað liugsaði þá niðji Skálholtsættanna fomu, þegar lionum veitt- ist sá heiður á hátíðinni að ganga með embættisbræðrum sínum og frændum íslenzkum á fornum slóðum helgidómsins, sem feður vor allra gengu forðum? Þegar við stöndum, eins og á þessum hátíðisdegi, úti á túni biskupsstólsins forna eða yfirleitt kynnumst íslandi nútímans, þá reyn- um við hið sama sem bamabörnin, er koma á gamla heimilið. Við hlustum með athygli til þess að fá að vita, hvort við finnum það, að þetta er ennþá gamla ættar heimkynni okkar, þrátt fyrir öll nýju og fallegu húsin. ísland sögunniir hefir mikil áhrif á okkur eins og alla aðra Norður- landabúa. Viðreisnarstefnan rómantíska, sem hefst með Fjölni 1835 og kvæði Jónasar Hallgrímssonar ísland farsælda frón gagntekur okkur. í þessu kvæði er forfeðrum okkar íslenzkum boðað hið sama sem vinur Jónasar í Sórey, Ingemann, boðar dönskum feðmm vorum í kvæði sínu: „Rís Dana kvn úr dauðans gröf og dóm þinn flyt yfir lirösun, synd.“ Framfarirnar á íslandi nútímans vekja okkur gleði og aðdáun. En ísland, sem á hjörtu okkar og við „barnabömin“ getum aldrei gleymt, hvílir í gröf sinni undir grassverðinum í kirkjugarðinum milli Ilvítár og Brúarár. Hér boða sem sé grafirnar okkur eymd íslands á döpmm árum og það, er barg þjóðinni. Við gleymum ekki hér menningimni lífrænu, sem lét Hannes Finns- son rita í hrörlegum torfbæ biskupsstólsins bréf á frönsku frænda sín- um og námsbróður, sýslumanninum á Móeiðarhvoli. En framar öllu öðm minnumst vér í þessu sambandi sálma Hallgríms Péturssonar, postillu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.