Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 10

Kirkjuritið - 01.05.1957, Page 10
200 KIRKJUBITIÐ að oss prestunum sé það hverjum um sig algjörlega í sjálf- vald sett, hvað börnin vita minnst um kristindóminn, þegar þau stíga þetta skref. Biskup landsins hefir skrifað bréf um þetta, en betur má ef duga skal, m. a. gefa sem fyrst út leiðar- vísi um ferminguna, sem a. m. k. hafi að innihalda lágmarks- kröfur um þekkingu barna við fermingu. Með starfsskýrslum prestanna er biskupi aftur unnt að fylgjast nokkuð með því, hvaða samræmi er í spumingum vor prestanna að því er tím- ann snertir. Þótt hann sé ekki aðalatriði, varðar hann nokkru, m. a. af því að í þessu efni er ekki hvað minnst komið undir hinum persónulegu áhrifum, og þau verða vitanlega þeim mun meiri, sem börnin ganga oftar til prestsins. Að mínum dómi er fátt mikilsverðara og meira í húfi fvrir kirkjuna en fermingarundirbúningurinn. Þar verður hún því að gera strangar og ákveðnar kröfur til sjálfrar sín, ef vel á að fara. En jafnhliða því að umbæta fermingarundirbúninginn, get- ur kirkjan, ef sameiginlegur og samstilltur vilji er fyrir hendi, þokað fermingunni aftur í það horf að verða hátíðleg og eftir- minnileg, en þó kostnaðarlítil kristileg hátíð. Merkileg heit- binding og þáttaskil, sem minnzt er á hljóðlátan hátt innan fjölskyldunnar án verulegra útgjalda og einskis samanburðar. Almenningur vill færa þetta í slíkt horf. Menn rísa jafnan gegn öfgunum. Það sést m. a. á því, að jarðarfararsiðirnir eru að verða einfaldari á ný. Æ fleiri afþakka blóm og kransa, og sumar shkar athafnir fara jafnvel fram í kyrrþey. Umtal manna gefur í skyn, að prjál og óhóf í sambandi við fermingarnar er að verða óvinsælt. Og þá er tími til að snúa við. Endmmat og endurnýjun. Umræður um endurskoðun starfsaðferða innan kirkjunnar, sakir breyttra þjóðfélagshátta, halda enn áfram í Sviþjóð, enda næsta aðkallandi úrlausnarefni um allar jarðar. Prófessor Helge

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.