Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 14
204 KIRKJXTRITIÐ sagði um hana: „Hún hefir verið sem Ijósfljót um myrkviði hugarlancla minna.“ Þetta er mikilsverður vitnisburður og ábending, einnig fyrir oss hin, sem bæði heyrum og sjáum. Óhæí skriffmnska. Eitt er það atriði í sambandi við embættisfærslu presta, sem hefir lengi vakið mér furðu, virðist ekki eiga neinn rétt á sér heldur vera til ills, og auðvelt ætti að vera að kippa strax í lag. Þetta er í sambandi við barnsfæðingar. Yfirsetukonur fá í hendur prentuð eyðublöð úr sterkum pappa, sem þolir bæði langa gei'mslu og illa meðferð. Á eyðublað þetta færa þær síðan margs konar upplýsingar um barnsburðinn, og senda því næst prestunum. Prestarnir færa flestar, en þó ekki allar, upplýsingar þessar inn í bækur sínar. — Skrifa það sama á önnur eyðublöð, sem þeir svo senda hagstofunni á sín- um tíma. Sams konar upplýsingar endurrita þeir við skímina, sé barnið skírt eftir að fæðingarskýrslan fer frá prestinum, eða af öðrum presti en færði fæðingarskýrsluna. Vera má, að þörf sé á því í vissum tilfellum, en mætti oft sparast. Hitt virðist mér alveg einsýnt, að fæðingarskýrsla prestsins sé með öllu óþörf. Vitanlega eiga þeir að senda hagstofunni ljósmóður- skýrsluna eftir að hún hefir verið innfærð. Við þetta sparast pappír og skriftir. Þar að auki tryggir það öruggari færslu. Ljósmóðurskýrslan er grundvallarskrá, og komið getur fyrir að endurritun hennar misritist hjá prestunum. Þess vegna er hag- stofan betur komin, ef hún fær hana. Ég beini því til hlutað- eigandi aðila, að þessu verði kippt sem allra fyrst í Iag. Nema sýnt sé fram á með skýrum rökum, að eitthvað sé því til fyrir- stöðu. En skykli ekki ýmislegt fleira vera hliðstætt þessu í þjóðfélagi voru? Margir kvarta að minnsta kosti yfir því, hve oft gangi seint afgreiðsla mála, jafnvel þó smá séu. Og stundum getur drátturinn orðið dýr.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.