Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 33
HOLTASTAÐAKIRKJA
223
ingar úr 6"X6" trjám, sem nú mundu oftast vera úr 4"X2"
eða hæsta lagi 5"X2". Gólfbitar og undirlög í veggjum eru
úr 6"X7" trjám. Það var miklu meira þrekvirki að byggja
svona kirkju 1893 en nútímamenn gjöra sér í hugarlund. Þá
var enginn vegur hér eftir dalnum nema reiðvegur niður við
á, og var sumstaðar riðið út í ána, gat orðið sund á veginum,
þegar áin var mikil, og á einum stað var vatnið milli hnés og
kviðar á hestunum, þegar áin var lítil. Man ég, að einu sinni
reið ég hér út dalinn eftir vorflóð í Blöndu, og náði þá rétt
með svipuskaftinu flóðfarinu — á hestbaki — fyrir utan Engi-
hlíð.
Hliðarundirlögin voru 13 al.1) löng og 6"X7" eins og áður
er sagt, bitarnir voru 11 al. langir og jafn sverir. Ekkert af þess-
um trjám var baggatækt. Hvernig átti að ílytja þau? Þá voru
allt þýfðir flóar upp að Laxárbotni að vestan og ófært með
sleða þá leið, en það var eina flutningstækið, sem liægt var að
flytja svona tré á. Blöndu lagði aldrei um fossinn fyrir sunnan
Enni. Það varð því að ráði, að trén voru flutt á sleða upp undir
Blöndu fyrir ofan Klifin, Þrætt með brekkunum fyrir neðan
melana, og svo voru þau borin yfir melinn (við ána) og niður
á Blöndu. Þar voru þau aftur tekin á sleða. Hafðir tveir sleðar
undir þeim. Engin voru þá aktýgi til, en hafðir reiðingar.
Engir dráttarkjálkar voru þá á sleðum, bara taugar, vildu þá
sleðarnir renna á hestana, ef hált var svell, og eitthvað hallaði
undan, og man ég, að einu sinni var slíkt nær orðið að slysi.
Grjót í grunninn var flutt framan af nesi, tekið í skriðunni fyrir
ufan fjárhúsin í Fagranesi. Það var líka flutt á sleðum.
Fyrst var kirkjan með pappaþaki og pappa á hliðum. En
nokkrum árum síðar setti faðir minn járnþak á hana. Ég klæddi
bana svo alla með bárujárni á hliðunum 1929 og málaði hana
utan. Hún var bráðlega eftir að hún var byggð máluð innan.
Gjörði það Stefán Jónsson á Kagaðarlióli, en hann var ágætur
málari, hafði lært í Kaupmannahöfn.
Kirkjan er þó ekki nema 12'á al. Þorsteinn afsagði að byggja kirkju,
sem væri 13 al. löng.