Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 9
PTSTL5R
v_________/
Fermingin.
Fermingarkyrtlarnir verða æ algengari um land allt og eru
bæði til prýðis og spamaðar. Farið er að impra á, að kirkju-
kórar taki líka upp skikkjur, eins og tíðkast víða erlendis, og
þegar á sér stað í hinni nýju Neskirkju. Það er ekki kostnaðar-
samt, en gerir helgiathöfnina hátíðlegri.
En vandamál fermingarinnar em ekki öll leyst með kyrtl-
unum. Fermingarveizlurnar og fermingargjafirnar fara áreið-
anlega stundum fram úr hófi, gera jafnvel sumum foreldrum
illkleyft að láta ferma börn sín. Það er ískyggileg öfugþróun,
að samhliða því að margir virðast hafa minni skilning á gildi
kirkjulegra hátíða, vex prjálið og kostnaðurinn í sambandi
við þær æ meira úr hófi. Jólin og fermingin, sem að réttu lagi
eiga að vera mestu fagnaðarhátíðir einstaklinga og fjölskyldna,
valda vaxandi áhyggjum og þreytandi umsvifum, — stundum
gremju. Páskarnir eru hins vegar að snúast upp í íþróttakeppni,
en hvítasunnan að heltast úr lestinni sem stórhátíð.
Forráðamenn kirkjunnar verða að taka hér á einhvem hátt
1 taumana og færa þetta á ný til betri vegar. Og sennilega er
bezt að byrja á fermingunni.
Fyrst er skylt að hefjast handa um það, sem oss kirkjunnar
mönnum er hendi næst, og samræma meira fermingarundir-
búninginn, eins og ég hefi oftar að vikið. Þetta er þeim mun
brýnna sem vitað er og viðurkennt, að kristileg fræðsla og
kristilegt uppeldi heimila og skóla er nú sundurleitara og í
'Tieiri molum en áður.
Fermingin er, eins og öllum ætti að vera vitanlegt, fullnaðar
mntaka barnanna í kristna kirkju, og hvorki æskilegt né eðlilegt,