Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 34
224 KIKKJURITIÐ Úr gömlu kirkjunni voru fluttir ýmsir gripir: 1. Altaristafla, sem er Kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci (eftir- líking), og veit ég ekki, nær kirkjan hefir eignazt liana, en hennar er snemma getið við kirkjuskoðanir. 2. Prédikunarstóllinn. Hann er gjörður af dönskum manni, Simon Reifeldt, árið 1792. A hann eru málaðar myndir á þrjár hliðar, af Kristi á krossinum, Mósesi með lögmálstöfluna og Aroni. 3. Ljósahjálmurinn úr gleri eða kristal með 6 ljósum. Hann er víst líka gamall. 4. Kaleikur úr silfri gylltur, gefinn af Jóni sýslumanni Björnssyni. 5. Kertastjakar tveir úr messing og 1 þríálma stjaki úr kopar. Faðir minn lét síðar Jón Jakobsson fornminjavörð fá hann á fornminja- safnið, en ég hefi aldrei séð hann þar. í staðinn komu tveir mess- ingsstjakar ómerkilegir. 6. Tvær fimmálmaðar kertapípur smíðaðar úr jámi til að hengja á vegg. 7. 6 kertapípur úr kopar, sem nú eru sín hvorum megin í aðalkirkju, og og tvær á lofti. 8. Messuklæði öll. Eru höklarnir tveir, og er annar þeirra sérstaklega merkilegur. Hefir nú kvenfélagið hér sett á hann nýtt flos. 9. Altarisklæði fornt og slitið, en í stað þess gaf fyrri konan mín Guð- ríður Sigurðardóttir fallegt altarisklæði með baldíruðum stöfunum I. H. S. (Jesus Hominum Salvator.) Jesús mannanna frelsari. Svo hafa kvenfélagskonur hér gefið kirkjunni mjög vandaðan, hvítan altarisdúk undir stjakana og fram af altarinu. 10. 2 kirkjuklukkur, er önnur þeirra frá 1588 og er það elzti munur, sem kirkjan á, og vitað er um aldur á. 11. Hringur í útidyrahurð frá 1710 steyptur úr messing með plötu undir eða öllu he'dur rós, og er grafið á hana með höfðaletri: „Guð sú hin fasta borg.“ Á hringnum sjálfum stendur: Thorstein Hákonarson 1710. Eins og áður er getið, em allar hkur til að þessi Þorsteinn hafi verið sonur Hákonar Sigurðssonar Árnasonar lög- manns, og hafi hann gjört hringinn. Vegna tímatalsins gæti það vel staðizt. 12. Skírnarfontur úr eir. Það er stórt fat með rósum á köntunum. Þess utan vom flutt úr gömlu kirkjunni nokkur spjöld eða skildir, er hanga á veggjum. Elzt þeirra er grafskrift yfir Guðrúnu Þorkels- dóttur konu ísleifs Einarssonar á Geitaskarði, og er hún frá 1801.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.