Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 49
INNLENDAH FBETTIR 239 Séra Vigfús Ingvar Sigurðsson, ■> prestur á Desjarmýri, varð sjötugur 7. maí, og hefir hann gengt prestsembætti nær hálfan fimmta áratug eða lengst allra núlifandi presta. Hann er mjög ástsæll af sóknarbörnum sínum og hafa þau beðizt þess einróma, að hann verði áfram prestur þeirra. Lætur hann nú að þeim óskum með samþykki kirkju- stjórnarinnar. Séra Sigurður O. Lárusson prófastur í Stykkishólmi átti sextíu og fimm ára afmæli 21. apríl sl. Baldur Andrésson guðfræðikandidat varð 60 ára 4. apríl sl. Hann hefir mikinn áhuga á hljómlist, sem kunnugt er. Um mörg ár hefir hann verið fulltrúi borgarstjóra Revkjavikur. Séra Jakob Kristinsson fyr\-. fræðslumálastjóri varð 75 ára 13. maí sl. Hann er þjóðkunnur að gáfum og göfgi. Níræðisafmæli. Frú Ingibjörg Magnúsdóttir, ekkja séra Bjarnar Bjarn- arsonar í Laufási, varð níræð 11. maí. Þessi merka ágætiskona er við góða heilsu, þrátt fyrir svo háan aldur. Séra Sveinn Ogmundsson -> > Þykkvabæ varð 60 ára 20. maí sl. Vinsæll maður og yfirlætislaus. Séra Jes Á. Gíslason varð 85 ára 28. maí sl. Hann starfaði um áratugi i Vestmannaeyjum sem kennari við góð- an orðstír. Biskup íslands og allir þjónandi prestar í Reykjavík hafa skorað á nlmenning að gefa fé til skýlis fyrir of- drykkjumenn í höfuðstaðnum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.