Kirkjuritið - 01.05.1957, Side 46

Kirkjuritið - 01.05.1957, Side 46
236 KIRKJUBITIÐ Vídalíns og Biblíunnar á móðurmálinu. Á þessum eymdar árum var íslenzk þjóð glóandi jám á steðja Drottins, og þá var íslands saga rituð hjartablóði fyrir okkur. Þess vegna varð mér sú stundin stærst, er við sungum í Skálholti „Te deum“ íslands: „Víst ertu Jesús kóngur klár“ eftir Hallgrím Pét- ursson. Mér verður að fyrirgefast, að hugsanir mínar hurfu þá til kirkju- garðsins við tjömina í Haderslev í Slésvík, þar sem sálmaskáldið Bror- son átti heima. Þar liggur á leiði föður míns, dr. Ame Möllers, íslenzkur steinn, og á hann letrað 1. vers þessa sálms. Réttum tveimur dögum fyrir för hans til íslands hafði ég lesið dagbók hans frá íslandsförinni 1910. Þar skrifaði hann eftir langa dvöl í Reykjavík: „Loksins, loksins skal halda til ættarstöðvanna: Skálholts, Stóra Ármúla, Kiðjabergs og Bræðratungu." Vers Hallgríms á steininum og Slésvík Brorsons eiga vel saman. Hönd Drottins hafði lagt svo þungt á þessa menn báða, og þeir voru slegnir svo djúpum sárum, að ekkert gat læknað þá annað en orð krossins, sem Hallgrímur þráði mest að syngja inn í þjóðarsál íslendinga. Brorson vissi betur, að „mæðutíðir, harmahríðir, hamiahríðir ei sífellt þjá. Og „eftir hvern vetur viðrar æ betur, viðrar æ betur, því treysta má.“ Og enn er annað sameiginlegt með þessum tveimur hamikvælamönn- um. Það átti að vera „móðurmálið, sem krossins orð þitt útbreiði,“ eins og Hallgrímur bað. Brorson var prestur í bænum Tönder, þar sem kirkjumálið var þýzka, en talmálið danska. Auðvitað kunni hann þýzku ágætlega. Alúðaninur hans, sóknarpresturinn í Tönder, var nafnkent, þýzkt sálmaskáld. Einmitt hér, þar sem allt fyrirfólkið mælti á þýzka tungu, orti Brorson fyrstu dönsku sálmana, til þess, að fátæki söfnuður- inn hans gæti eignazt danskan jólasálm: „Hin fegursta rósin er fundin.“ Og það, sem er allra furðulegast: Það finnast alls ekki eftir hann hend- ingar á þýzku. Ef til vill heldur hann þannig fram fmmburðarrétti móð- urmálsins að einhverju leyti af því, að Árni Magnússon var kennari hans við Kaupmannahafnarháskóla. íslenzkur sálmafræðingur hefir sagt mér, að hann hafi kallað sig Brorsen áður en hann kom í Háskólann, en Brorson, er hann fór þaðan. Má vera til heiðurs íslenzka kennaranum sínum? Með því hefir hann að minnsta kosti lagt áherzlu á það, að norrænan á fmmburðarréttinn, einnig í Danmörku. Orð krossins og móðurmálið urðu ekki aðgreind. Lækning á sárunum djúpu var engin til önnur en krossins orð. Um það voru þeir sammála Adolf Brorson í Slésvík og Hallgrímur Pétursson á íslandi. Ef við dönsk „barnaböm" íslands, finnum ekki framar þennan tón óma í hjörtum íslenzku þjóðar-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.