Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 50
240 KIRKJITRITIÐ Æskulýðsíundur. í Borgarbíó á Akureyri var lialdinn almennur kristilegur æskulýðsfundur með fjölbreyttri dagskrá og mikilli þátttöku. Hann var á vegum Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju, og eru nú tíu ár liðin síðan fyrsti fundurinn var haldinn í Skjaldborg, félagsheimili templ- ara. Lúðrasveit Akureyrar lék undir stjóm Jakobs Tryggvasonar organ- ista kirkjunnar, sem einnig lék undir almennan söng. — Einsöngvarar vom hinir þjóðkunnu söngvarar, Jóhann Konráðsson og Sverrir Pálsson. Séra Kristján Róbertsson setti fundinn, en fundarstjóri var séra Pétur Sigurgeirsson. Aðalræðuna flutti séra Sigurður Haukur Guðjónsson prest- ur á Hálsi, en ávörp Ásta Einarsdóttir og Gunnlaugur Guðmundsson. — Gagnfræðaskólakórinn söng undir stjórn Áskels Jónssonar, og sýndur var þáttur úr kvikmyndinni: Marteinn Lúther. P. S. Hálfrar aldar afmæli Patreksfjarðarkirkju var haldið sunnudag- inn 19. maí, sem var vígsludagur kirkjunnar. Undirbúningur allur undir þessa hátíð var með ágætum. Hefir áður verið skýrt frá gagngerri endur- bót, sem fór fram á kirkjunni, og nýju pípuorgeli hennar. Kvenfélagið Sif gaf steintígla (mosaik) myndir á prédikunarstól kirkjunnar. Og ýmsar fleiri gjafir bárust. Hátíðaguðsþjónusta fór fram í kirkjunni að viðstödd- um biskupi, prófasti og fjómm prestum öðrum og miklu fjölmenni. Séra Grímur Grímsson og séra Kári Valsson þjónuðu fyrir altari á undan pré- dikun. Biskup prédikaði. Sóknarpresturinn séra Tómas Guðmundsson rakti sögu kirkjunnar. Formaður sóknamefndar, Árni Magnússon, skýrði frá gjöfum til kirkjunnar. Biskup og prófastur þjónuðu á eftir fyrir altari. Kirkjukór 20—30 manna söng undir stjórn Steingríms Sigfússonar organ- leikara. Að messu lokinni var kirkjugestum boðið til veglegs samkvæmis og þar veitt af mikilli rausn. Margar ræður voru fluttar þar. M. a. tók til máls séra Magnús ’Þorsteinsson, fyrsti presturinn, sem búsettur var á Patreksfirði. Kvöldið áður var ágætur samsöngur í kirkjunni. Leiðrétting á bls. 127, 6. 1. a. o.: Athafnir, les: Afturför. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Ilringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.