Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 38
228 KIRKJUÍUTIÐ er Walcker-orgel með 9 registrum, tveim hljómborðum og fótspili, og í því eru um 520 hljómandi pípur. Orgelið er það stórt, að flytja má á það öll algeng orgelverk snillinganna. Það virðist og hvað hljómmagn snertir mjög hæfilega stórt fyrir þessa kirkju, en hún rúmar um 300 manns. Orgelið kostaði út úr verksmiðjunni tæp 45 þúsund krónur. Þegar ég sá hið geysimikla verk, sem falið er í smíði þess, undraðist ég mjög, hversu ódýrt það er. Ef við athugum þetta nánar, kostar þetta orgel út úr verksmiðjunni álíka mikið og tvennar snyrtilegar „eldhúsinnréttingar." Hvaða söfnuði skyldi vaxa slíkt í augum? Við festum strax kaup á orgelinu, og síðan er eitt ár og nú hefir það verið tekið í notkun. En auðvitað varð orgelið allmikið dýrara uppkomið. Þannig, að þegar allt er reiknað kostar orgelið um 80 þús. krónur. Allt þetta fé hefir kirkjan eignazt með minningargjöfum og frjálsum framlögum safnaðarins. Og þetta held ég, að hljóti að vera liægt að gera í öllum söfnuðum lands- ins, ef vilji er fyrir hendi. Eg tel, að söngstarfið í söfnuðinum verði aldrei of vandað, né of mikil áherzla á það lögð. En fyrsta skilyrðið til þess, að það megi bera árangur, er gott orgel í kirkjunni. Ég efast ekki um, að söfnuðir og sóknamefndir alls staðar, þar sem léleg liljóðfæri em í kirkjunum, vilja gjarna fá annað betra. Það er aðeins óttinn við að reisa sér hurðarás um öxl, sem heldur aftur af þeim. Slíkur ótti er ástæðulaus. Aður en ég lýk máli mínu, langar mig til að minnast örfáum orðum á það, sem kallað er safnaðarsöngur. Ég álít, að söfnuðurinn taki of lítinn virkan þátt í guðsþjónustunni, eins og nú er. Nú er það söng- flokkurinn einn, sem svarar prestinum. Þetta kann að eiga nokkurn rétt á sér. Hins vegar finnst mér, að í hverr.i messu eigi að vera 1—2 sálmar, sem ömggt er að allir kunni lögin við og ætlazt sé til, að söfnuðurinn syngi með. 'Þá ætti söngflokkurinn einnig að syngja einraddað. Ef söfn- uðurinn þannig fer að taka virkan þátt í guðsþjónustunni, mun áhugi íyrir kirkjusókn áreiðanlega aukast. En til þess að svona söngur geti farið vel fram, þarf orgelið að vera gott og hljómmikið. í kirkjunum þurfa einnig að vera sálmabækur fyrir þá, sem ekki hafa þær með sér. Það mun líka vera í mörgum kirkjum, einkum í kaupstöðunum, og mér virðist safnaðarsöngurinn vera þar meiri, þar sem ég hefi komið. í ágætri prédikun eigi alls fyrir löngu, sagði einn Reykjavíkur-presturinn, séra Jakob Jónsson, að svo virðist sem fólkið sé feimið að kannast við, að það lifi trúarlífi. Þetta er rétt. Hversu margir ætli mundu taka undir, ef presturinn færi þess á leit að söfnuðurinn læsi með sér Faðir vor upphátt? I hverri einustu bamaguðsþjónustu fyllir lágur kliður kirkj- una, þegar börnin bera hljóðlega fram þessa sameiginlegu bæn kristinna

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.