Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 39
UM KIRKJUORGEL OG KIRKJUSÖNG 229 manna. Væri okkur, hinum fullorðnu, ætlað of mikið, ef prestamir tækju upp þann sið, að láta allan söfnuðinn taka undir við sig, þegar hann les Faðir vor eftir prédikunina? Fyrst í stað yrði fólk senniíega mjög tregt til slíks. Við viljum ekki láta aðra sjá, ef við grátum. Og við viljum ekki láta aðra heyra, ef við lesum bænir okkar. Hvort tveggja getur okkur þó orðið undir vissum kringumstæðum. Og þegar við emm samankomin í guðshúsi til að heyra Guðs orð og taka þátt í sameiginlegu bænahaldi, þurfum við alls ekki að leggja hömlur á þá eðlilegu athöfn að tjá bænir vorar til Guðs í orðum, né lofsyngja honum með þeirri rödd, sem hverj- um einum er gefin. Það kann að virðast dálítið bamalegt, einkum til að byrja með. En hvað er fallegra en trúartraust bamsins í trúarlegum athöfnum? Við guðsþjónustur vorar er presturinn eins konar tengihður milli safn- aðarins og Guðs. Hann túlkar orð Guðs til safnaðarins. Hið sama má segja um söngflokkinn. Hann syngur Guði lof og dýrð, og söfnuðurinn tekur undir í hjarta sínu eða syngur með, hver eftir sinni getu. En i bæninni standa allir jafnt að vígi, fyrir augliti Guðs. Og því samstilltari, sem bænin er, þeim mun meiri árangur mun hún bera. Slík samstilling næst bezt með hinu talaða orði og með því að allir mæli það fram. Steingrímur Sigfússon. Eitt er nauðsynlegt. Það ómar í eyrum mér alla daga alkunn og gömul saga. Hún gerðist þar, sem gmndin ber göfgastar helgiminjar, sem andinn um aldir skynjar. Þar líkþráir fengu læknuð mein, og ljómandi sólin blindum skein, en illu andamir flýðu. María sat við meistarans fætur. Mildin var henni sárabætur. Og hjartanu glæddist lieilög þrá, sem hóf hana kærleikans vængjum á upp, til hins alvalda Eina. En Marta bar áhyggjur ytra lífs, annir og dagleg störf.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.