Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 5
HVÍT ASUNNUBOÐSKAPUR 195 þjónustu Krists, að vér verðum fús verkfæri í hendi honum til þess að vinna að hjálpræðisverki hans. Nú kemur Hvítasunn- an og segir oss, að eina leiðin til þess að öðlast styrk í stað veikleika sé sú að veita viðtöku löggjöf andans, sem brevtir lærisveinunum vons\'iknu í hugrakka votta. Fyrir því grátbiðjum vér yður, bræður, að biðja Guðs, svo að vér megum verða klæddir krafti frá hæðum. Vér eigum oft svo annríkt í starfi voru fyrir Guð, að vér gleymum Guði sjálfum og bíðum ekki andans. „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn hersveitanna." Megi samfélag vort við Krist í Alkirkjuráðinu sýna þjóðun- um, að til er lýður Guðs, sem lifir í krafti heilags anda. Megi það bera skýrt vitni þess til endimarka jarðar, að andinn gjörir mennina í raun og veru hæfa til þess að framkvæma hjálpar- ráð Guðs börnum hans til handa. Forsetar Alkirkjuráðsins: John Baille (deildarforseti, Edinborg). Sante Uberto Barbieri (biskup í Buenos Aires). George Cicester (biskup í Chichester). Otto Dibelius (biskup í Berlín). Juhanon Mar Thoma (kirkjuhöfðingi á Suður-Indlandi). Michael (erkibiskup í New York). Henry Knox Sherrill (biskup í New York). Á. G. þýddi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.