Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 24
214
KIRKJUlíITIÐ
Jaírusi samkundustjóra jafnfúslega og tötrum klæddum lík-
þrármönnum. Kristur yfirgaf mannfjöldann og fór til þess að
dveljast í húsi Zakkeusar hins auðuga. Mennirnir tveir, sem
sáu um útför hans, voru auðugir yfirstéttar menn, og annar
þeirra a. m. k. hlýtur að hafa verið næsta náinn vinur hans,
því að hann lætur af hendi sína eigin gröf til þess að leggja
líkama Jesú í hana.
En þið hafið e. t. v. veitt því athygli, lesendur góðir, að
nöfn flestra þessara ríku vina hans eru nefnd: Nikodemus,
Jósef frá Arimaþeu, — Zakkeus, . . . og þetta gefur okkur
ákveðnar upplýsingar, þótt óbeinar séu. Nöfn eru nefnilega
því aðeins nefnd, að um fáa sé að ræða. Hinir ríku vinir Krists
voru þannig auðsjáanlega tiltökulega fáir í samanburði við
þann hinn mikla nafnlausa flokk fátækra fylgismanna hans.
Kristi reyndist ríka fólkið alla tíð erfiður jarðvegur og afurða-
rýr. Reynslan virðist líka sýna það, að bölvun er oft bundin
við áhrif og auð, álit og völd og yfirleitt allt það, er hefir
í för með sér frægð og aðdáun annarra. Ástæðan er sú, að
þessir hlutir, sem í sjálfu sér eru ágætir og ómissandi að vissu
marki, þeir fylla manninn oft blindri sjálfumgleði og gagnrýni-
lausri ánægju yfir eigin ágæti og afrekum, svo að hann telur
sér ekki þörf frekari framfara eða vaxtar, veit allt sjálfur
betur en aðrir, og staðnar því og verður að steingervingi.
Slík ytri velgengni leiðir og stundum til þeirrar ályktunar ein-
staklingsins, að hann hljóti að vera þóknanlegur Guði og
mönnum, og þessi afstaða útilokar óhjákvæmilega þá daglegu
iðrun og afturhvarf, sem óhjákvæmilegt er á leiðinni til lífsins.
Margir íslendingar hafa á undanförnum árum hafizt úr örbirgð
til allsnægta, og það fer mjög auðveldlega svo um þann ein-
stakling, t. d. er af sjálfum sér hefir hafizt úr allsleysi til auðs
og áhrifa, að hann verður ákaflega ánægður með sjálfan sig
og sinn hlut, og ef hann lætur svo lítið að hugsa til Guðs,
ályktar liann gjarnan sem svo, að hann hljóti einnig að vera
ánægður með slíkan fyrirmyndarmann, þannig að bæn toll-
heimtumannsins hverfur mjög auðveldlega af vörum lians, að
ekki sé minnzt á hjartað. Auðurinn og annað það, sem honum