Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 31
HOLTASTAÐAKIRKJA
221
byggt kirkjuna 1792—’93. Kostaði sú bygging 251 Rd. og 70
skildinga. Komst þá kirkjan í skuld um 55 Rd. og 31 sk. Þá
er smíðaður prédikunarstóll sá, sem nú er í kirkjunni. Þessi
kirkja stendur ekki nema 40 ár eða til 1833. Þá lætur Pálmi
Jónsson í Sóllieimum, tengdasonur Erlendar Guðmundssonar,
byggja nýja kirkju. Yfirsmiður að þeirri kirkju var Klemens
í Bólstaðarhlíð afi Klemensar, sem til skamms tíma hefir búið
í Bólstaðarhlíð. Man ég vel þá kirkju. Var grafið á fjöl yfir
kirkjudyrum: „Holtastaðakirkja byggð 1833.“ Þar fyrir neðan
var fjöl máluð svört og á hana skrifað með hvítri málningu
versið:
Þá þú gengur í Guðs hús inn“ o. s. frv.
Kirkja þessi var með torfveggjuin á hliðum og torfþaki, en
timburstöfnum. Voru tveir æði stórir gluggar á austurstafni,
enda er þess getið við kirkjuskoðun, að settir hafi verið nýir
og stærri gluggar í kirkjuna en upphaflega voru, og gerði það
Jón Guðmundsson afi minn. Framan við kirkjudyrnar var burst-
mynduð bygging mjög lítil, héngu þar kirkjuklukkurnar, og
var það kallað klukknaport. Var einn gluggi (eitt fag) sinn
hvorum megin við klukknaportið á framstafni kirkjunnar. Var
því skuggsýnt í framkirkjunni, þó að lítill gluggi væri á þaki
yfir prédikunarstól.
Holtastaðakirkja frá 1833 var ekki ósvipuð Víðimýrarkirkju,
nema hún var miklu hærri og veglegri. Þil í brjósthæð var á
milli kórs og framkirkju. Var útskurður (eða útsögun) ofan
á því, og hann málaður blár og hvítur. Fyrir framan þetta þil
voru stúkur fyrir heldri konur. Voru þær skildar frá framkirkju
með þili í svipaðri hæð, og þar ofan á mjóar útskornar fjalir,
bka málaðar hvítar og bláar. í þessum stúkum var einn bekk-
ui' í miðju og tveir til hliðanna. Að öðru var öll kirkjan ómáluð.
Brédikunarstóllinn úr gömlu kirkjunni (frá 1793) var í skilrúm-
inu milli kórs og framkirkju. Kirkja þessi stóð til 1893, að rif-
inn var 1/3 af henni, og eftir það stóð hún sem geymsluhús
til 1915, að ég lét rífa hana. Hún stóð liér rétt fyrir sunnan
°g neðan íbúðarhúsið. í kringum þá kirkju var hringlagaður
kirkjugarður, svo var annar garður fyrir ofan hann, þar sem