Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 12
202 KIRKJUTUTIÐ fylgjast með því í blaði sínu, hverjir hafi nýlega orðið fyrir hörmum, slysum eða einhverri ógæfu. Og þessu fólki skrifar hún samúðarbréf. Hún gerir þetta með bæn í huga og í kristn- um anda, og í þeirri von, að það gleðji einhvern eða huggi. Segir frá sinni eigin reynslu í erfiðleikum lífsins, og bendir á, hvað hún haldi að viðtakanda sé hollt að liugleiða. Komið er á daginn, að fjöldamörgum hefir þótt vænt um þetta, og segja þeir, að það hafi verið sér útrétt hjálparhönd. Menn senda ótal samúðarskeyti, og er það ekki lastandi. En verið gæti, að vér gætum á stundum sýnt hluttekningu vora og skilning betur á þennan liátt, og að enn meira gagni. Það er til umhugsunar. Úi höiðustu átt. B. B. skrifar nú um hríð að staðaldri um Útvarpið í Þjóð- viljann. Ekki er ástæða til að minnast þeirra þátta hér að ráði. En eitt einkenni þessa heiðraða höfundar veldur því, að hann minnir mig alltaf öðru hvoru á rauðan fjörhest, sem ég átti lengi. Þetta var mesta dugnaðarskepna, óhlífinn og geystist áfram. En ævinlega þegar hann kom að brú eða ræsi, stakk hann við fótum og snarstanzaði eða hljóp útundan sér, þótt hann væri á harða spretti, og gat það verið bráðhættulegt fyrir börn og óvana. Þessu virðist líkt farið, ef kristindómur eða kirkja verða á leið B. B. Ég kippi mér ekki upp við ýmsar almennar fullyrðingar lians. Það hefir líka sína skemmtilegu lilið, þegar menn tala um al- heiminn eins og bæjargöngin heima hjá sér, þegar þeir voru börn, og kristindóminn líkt og landabréf frá miðöldum. En einmitt þess vegna er dálítið undarlegt, hvað þeir virðast gram- ir við það, sem þeir kalla vindmyllu — þessir Don Quixotar. Hvað um það. Það voru ein ummæli B. B., sem sérstök ástæða er til að taka eftir. í tilefni af erindum séra Jóhanns Hannes- sonar um siðgæði, sem margir hafa lofað, enda maðurinn stór-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.