Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 42
232 KIBKJURITIÐ - 9. OKTÓBER - Umsjónarmaðurinn bað forseta guðfræðisdeildar Háskólans að tilnefna Ordass sem háskólakennara. Oldungar Lútersku kirkjunnar gjörðu á fundi sínum ýmiss konar áætl- anir um siðabót innan kirkjunnar. Hún yrði að gjöra yfirbót fyrir drýgðar syndir. - 14. OKTÓBER - Blað Lúterstrúarmanna skýrði frá því nákvæmlega, að prestamir tveir, sem settir vom af 1950, sökum fylgis þeirra við Ordass biskups, hefðu nú aftur verið settir inn í embætti sín. Ordass biskup flutti fyrstu opinberu prédikun sína frá því, er hann var settur í fangelsi 1948. - 15. OKTÓBER - Ordass biskup reit fyrstu skýrslu sína til Lúterska heimssambandsins, flutti því þakkir fyrir alla aðstoð þess og bað það hjálpar kirkju sinni til handa. - 16. OKTÓBER - Dr. Carl E. Lund — Quist, framkvæmdarstjóri Lúterska heimssambands- ins sendir símskeyti til kirkjumálaráðuneytis ungverska ríkisins. Kveðst hann vænta þeirra málaloka hjá Lútersku kirkjunni á Ungverjalandi, að Ordass biskup hljóti aftur embætti sitt. - 23. OKTÓBER - Ungverska þjóðin hefur frelsisstríð sitt. - 30. OKTÓBER - Dezsery biskup segir af sér. Þess er vænzt, að Vetoe biskup gjöri hið sama. — 31. OKTÓBER, siðbótardagurínn — Ordass biskup verður eftirmaður Dezsery og tekur við biskupsem- bættinu syðra. Lúterska heimssambandið kemur á símasambandi við Búdapest. Er miðstöð í Gyoer.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.