Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 30
220 KIRKJURITIÐ Fleiri merkilegir kirkjugripir munu vera frá Jóni Björns- syni og afkomendum hans; þess er getið í kirkjuskoðun, að Jón hafi gefið kirkjunni kaleik úr silfri, gylltan, og fullvíst má telja, að stærri kirkjuklukkan sé frá honum, því að á henni stendur ártalið 1588, en það er á þeim árum er Jón býr hér. Síðasti afkomandi þessarar ættar, er sat Holtastaði, var séra Jón Bjamason (Sigurðssonar Árnasonar Oddssonar). Hann varð bráðkvaddur í bæjardyrunum á Holtastöðum 1746. Kom hann frá því að messa (líklega í Blöndudalshólum). Settist á kistu í dyrunum, og bað að gefa sér að drekka. Drakk nokkra sopa, og hné svo út af. Sagt er, að hann hafi mælt um leið: „Illa er nú við skilið“. Var talið, að draugur (sending) hefði orðið hon- um að bana. Kona séra Jóns hét Þuríður Einarsdóttir, og bjó hún æði- lengi eftir þetta á Holtastöðum. Dætrum séra Jóns féllst svo mikið um dauða föður síns, að þær urðu geðveikar. Lifði önn- ur þeirra, Helga, fá ár, en Elín lifði lengi, fékk hún æðiköst, fór Jiá stundum upp fyrir tún, og velti eða henti grjóti ofan í túnið. Á milli var hún almennileg. Hún var dulræn og fjar- sýn. Sagði t. d. alltaf, hvað Erlendi Guðmundssyni á Holta- stöðum leið, þegar hann hraktist af Skaga austur á Flateyjar- dal í Þingeyjarsýslu. Virtist hún allt af sjá til þeirra, og sagði fólkinu jafnharðan, hvar þeir voru, og reyndist það allt rétt, þá Erlendur kom heim. Nokkru eftir Jón prest Bjarnason varð liér prestur Jón Jónsson, er kallaður var hinn „litli“, mun hann hafa setið í Blöndudalshólum, enda var það prestssetrið. Sagt er, að Þuríði húsfreyju hafi þótt hann bera illa messuklæðin, og skar hún neðan af þeim, og sagði að betra væri að gefa fátækum, en að þau drægjust í skarn niður. Erlendur Guðmundsson mun hafa flutzt hingað til Holtastaða 1788 eða ’89. Samkvæmt kirkju- skoðun á Holtastöðum 20. júní 1789 er sagt frá því, að hann sé orðinn eigandi að Holtastaðaeigninni samkvæmt samningi frá 21. janúar 1789, gegn því að annast Elínu Jónsdóttur meðan hún lifði, og sennilega hefir hann átt að sjá um Þuríði prests- konu líka, ef með þyrfti. Erlendur Guðmundsson hefir endur-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.