Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 27
Holtastaðakirkja (£rindi filutt 5. júli 1953 á 60 ára a(mccli ^Uoítastaðakirkju) Allt er óvíst um það, nær Holtastaðakirkja hefir fyrst verið byggð. Holti ísröðarson nam allan Langadal fyrir norðan Mó- bergsbreklcu. Hann hefir haft hér hof, enda var hann, og af- komendur hans goðorðsmenn. Þórarinn spaki á Lækjamóti var 4. maður frá Holta, og fór með Langdælingagoðorð. Systur hans Þórdísi átti Halldór Snorrason, sá er Grímur Thomsen kvað um: „Aldrei hryggur og aldrei glaður“ o. s. frv. Halldór var ættfaðir þeirra Sturlunga og Oddaverja, svo að margir geta rakið ætt sína til þeirra og þaðan til Holta, og meðal þeirra er ég. Ég tel mig hafa fundið, hvar staðið hefir hof Holta. Það er hér neðan við bæjargilið efst í túninu, og hefir verið um það hringlöguð girðing, sem enn sér fyrir. Undirstöður hofsins fann ég, þá ég gróf fyrir vatnsleiðslu, hér ofan úr gilinu. Á Holtastöðum bjuggu fyrst framan af af- komendur Holta, og er líklegt að þeir hafi á 11. öld, einhvern- tíma, látið reisa kirkju hér. Því að margir af goðunum létu reisa kirkjur í stað hofa, og lögðu til prestana. Var algengt að láta þá fá nokkur kúgildi sér til uppeldis. Hér átti kirkjan lengi 10 kúgildi (60 ær), var borguð af þeim hin svokallaða prests- mata. Var prestinum borguð þessi prestsmata, meðan þeir tóku laun eftir gömlu lögunum, og voru það 10 fjórðungar af smjöri (eða 50 kg.). Var jafnan borgað í smjöri, meðan fært var frá, en eftir að prestar fengu laun sín úr ríkissjóði, greiddi kirkju- bóndinn prestsmötuverðið í ríkissjóð. Ég keypti þessa kvöð af, með því að borga þá upphæð, sem gaf af sér prestsmötuna í vexti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.