Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 36
tlm kirkfuorgel og kirklusöng I venjulegri guðsþjónustu hinnar íslenzku þjóðkirkju mun söngur og orgelleikur taka lengri tíma af guðsþjónustuhaldinu en hið talaða orð. Það er því mjög nauðsynlegt að vanda sem bezt til þessa þáttar guðsþjónust- unnar. Því miður hefir verið mikill brestur á, að svo væri í íslenzkum kirkjum, þar til á allra síðustu árum. Það eru ekki nerna rúmlega tólf ár síðan söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, hr. Sigurður Birkis, var skipaður 1 það embætti, þá nýstofnað, en með þeirri skipan má segja, að fyrst fari að komast hreyfing á skipulag á starf söngkóra við kirkjurnar yfirleitt. Starfsemi þessi blómgvaðist mjög ört og leiddi til þess, að söngur varð stórum betri og listrænni við guðsþjónustur vorar, einkum úti á landi, en verið hafði. Auk þess liafði það í för með sér aukna kirkjusókn, beint og ■óbeint. Helgisiðir messunnar komust og í réttara form, þar sem unnt reyndist að hafa víxlsöng prests og safnaðar með tilskildu sniði. Og hin- Sr gullfallegu hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar voru nú teknir i notkun á stórhátíðum í fleiri og fleiri kirkjum. Sjálfur söngurinn, þ. e. kór- söngurinn, mun því vera orðinn allgóður í flestum kirkjum landsins um nm þessar mundir, að minnsta kosti þar sem kórar liafa verið stofnaðir. En þetta er ekki nóg. Til þess að söngurinn geti notið sín og haft til- ætluð áhrif á kirkjugesti, þarf orgelið að vera gott. I flestum kirkjum lands vors mun vera svokallað harmóníum. Þessi hljóðfæri eru vel þekkt hér á landi, og má segja, að harmóníum, eða orgel eins og þau eru tíðast köll- uð, hafi verið okkar þjóðarhljóðfæri um skeið. Þau voru mjög víða til, af vmsum stærðum og gerðum, og voru notuð til hvers konar tónlistariðkunar í heimahúsum, kirkjum og skólum. Þau voru einnig notuð mikið til leiks á danssamkomum. Harmóníum eru tiltölulega ódýr hljóðfæri og létt í vöf- um. Þetta varð til þess, að þau urðu eftirsótt af fátækum söfnuðum um land allt, sem vildu fá hljóðfæri í kirkjur sínar, en höfðu hvorki peninga né aðstæður til að afla sér fullkomnari hjóðfæra. Þetta leiddi svo til þess, að tekið var að líta á harmóníum sem hið eina rétta hljóðfæri í kirkjum lands vors, og eimir ennþá mjög eftir af þessari skoðun hjá almenningi. Þá hefir og sú skoðun myndazt, að til þess að leika á pípuorgel, sem eru hin éinu réttu hljóðfæri í kirkjur, þurfi svo og svo mikið nám og snilli. Þetta er rangt. Að sumu leyti er auðveldara að leika á pípuorgel, og ein-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.