Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 35
HOLTASTAÐAKIRKJA 225 Hinar grafskriftimar eru töluvert yngri, og tvær af þeim eru ekki með ártölum, en má þó ráða, hverjum þær tilheyra. 13. Kirkja þessi kostaði upphaflega kr. 4.748.46, og var það rnikið fé á þeim tíma. Svo kom málning o. fl. kr. 343.62. 1903 er sett jám á þakið, það kostaði kr. 261.31. 1920 var settur ofn og steypt múr- pipa kr. 360.00. 1929 var kirkjan svo alveg jámklædd utan, endur- nýjaður pappi, steyptar tröppur o. fl. kr. 1.554.42. — Alls hefir þá kirkjan kostað kr. 7. 267.81. — Fyrir utan orgelið og alla muni úr gömlu kirkjunni, sem nú mundu kosta stórfé. Þess utan hafa kirkj- unni verið gefnir ýmsir munir, fyrir utan þá sem áður eru taldir, svo sem: Númeratafla mjög smekkleg gefin af kirkjusmiðnum Þorsteinn Sigurðssyni, íslenzki fáninn gefinn af séra Gunnari Ama- syni, og olíuofn gefinn af Sigurði bónda Þorbjörnssyni. Það má vel minnast kirkjunnar, því að engin stofnun í þjóðfé- laginu hefir haft önnur eins áhrif. í kirkjunni hafa farið fram skírnir, fermingar og giftingar. Hér hafa feður og mæður beðið fyrir börnum sínum við þau tækifæri, og enginn veit, hver áhrif það hefir haft. Hér hafa við jarðarfarir verið sögð mörg hugg- unar orð og hugunum lyft út yfir gröf og dauða. Þess utan eru allar þær guðræknisstundir, sem átt hafa sér stað við messu- gjörðir. Við höfum verið svo heppnir, að hafa haft marga úrvals presta, svo að ég veit að messugjörðir í Holtastaðakirkju — þau 60 ár sem hún hefir staðið — hafa haft mikil og góð áhrif, sem við megum vera þákklát fyrir. Ég enda svo þetta erindi með því að óska þess, að þessi kirkja megi enn þá standa mörg ár, og halda áfram að hafa sín miklu og góðu menningaráhrif, eins og hún hefur ávallt haft. JÓNATAN J. LÍNDAL. Ungur maður kleif háan fjallstind. Þegar hann steig fæti á toppinn, lioppaði hann upp sigri hrósandi. Leiðsögumaðurinn kippti í hann og sagði aðvarandi: „Stormurinn feykir yður um koll. A þessum kletti stand- ið þér aðeins á hnjánum." 15

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.