Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 4
338 KIRKJURITIÐ í Róm. 1, 14: Ég er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa. Þá lásu vígsluvottarnir Ritningarorð, en þeir voru: Séra Lárus Arnórsson, séra Friðrik A. Friðriks- son prófastur, séra Pétur Ingjaldsson og séra Páll Þorleifs- son prófastur. Milli þess sem þeir lásu var sunginn sálm- urinn: Andinn Guðs lifanda af himnanna hæð. Vígsluþegi vann heit sitt, veitti viðtöku krossinum, tákni embættis síns, og biskuparnir og vígsluvottarnir lögðu hendur yfir höfuð honum. Hinn nývígði biskup sté í stólinn og prédikaði út frá guðspjalli dagsins, sem var: Tíu líkþráir, hið sama sem fyrirrennari hans, séra Friðrik Rafnar, lagði út af fyrir 22 árum. Eftir prédikunina fór fram altarisganga fyrir þá, er tóku þátt í vígsluathöfninni. Guðsþjónustunni lauk með því, að þjóðsöngurinn var sunginn. Skömmu eftir vígsluguðsþjónustuna voru haldnir hljóm- leikar í kirkjunni. Dr. Páll tsólfsson lék á orgel nýjar tón- smíðar eftir ýmsa frægustu meistara. Ennfremur lék hann undir einsöng frú Snæbjargar Snæhjarnardóttur. Þótti mikið til hljómleikana koma. Um kvöldið bauð kirkjumálaráðherra til veglegrar veizlu og flutti hinum nývígða hiskupi einkar hlýlegt ávarp. En hann þakkaði. Auk þeirra fluttu ræður biskup íslands og dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.