Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 5
Æfiágrip (Vita) Sigurðar vígslubiskups Stefánssonar, lesið upp við vígslu hans í Hóladómkirkju 14 sd. e. trin., 30. ágúst, 1959, þegar herra Sigurbjörn Einarsson biskup vígði hann til vígslubiskups í hinu forna Hólastifti. Ég, Sigurður Stefánsson, er fæddur 10. nóv. 1903 á Bjargi við Skerjafjörð, og voru foreldrar mínir hjónin Stefán Hannesson, ættaður af Hvalfjarðarströnd, og Guðrún Matthíasdóttir frá Fossá í Kjós. Þau hófu búskap á Þrándarstöðum í Brynjudal, en fluttust suður skömmu fyrir aldamót, og stundaði faðir minn úr því jöfnum höndum sjó og landbúnaðarstörf. Við vorum átta systkinin, fjórir bræður og fjórar systur, en tvær þeirra dóu ungar. Ég var allmiklu yngstur systkinanna, og voru þau flest farin úr foreldrahúsum, þegar ég man fyrst eftir. í uppvextinum naut ég því fremur lítið samfylgdar þeirra og eigi heldur föður míns, en móður minnar því lengur og betur. Var ég löngum einn með henni á barnsárunum og fylgdi henni fast eftir, bæði úti og inni. Fyrstu minningar mínar eru því bundnar við hana, umhyggju hennar og ástúð, og hið fagra og friðsæla umhverfi þessara ára, sem mér finnst, að æ og ætíð hafi ljómað af vori og sól. Frá þeim tíma á ég líka mínar fyrstu hugmyndir um Guð og handleiðslu hans. Vafalaust hafa þar ráðið mestu áhrifin frá móður minni, sem var einlæg trúkona, og leiddi mig þegar í frumbernsku inn í heim bænarinnar og hins barnsglaða trún- aðartrausts. Varð það þá mjög snemma, að ég hét því með sjálfum mér að verða prestur, ef fram mætti koma, og breyttist sú ákvörð- un aldrei síðan.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.