Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 47
KIRKJURITIÐ 381 Geföu mér eitthvaö, sem ekki getur dáiö. Velsæld, vísindi og tækni geta ekki svalað andlegum þorsta. Þrátt fyrir allar framfarir er maðurinn eins og ráðviltur veg- farandi á gatnamótum, sem spyr: „Hvert á ég að fara?“ Kirkjan er kvödd til þess að gefa brauðið, vísa leiðina. Morgun einn stóð lítill drengur frammi fyrir föður sínum. Með grátnum augum og gremjusvip, sagði hann við föður sinn: „Gefðu mér eitthvað, sem ekki getur dáið, pabbi.“ Hann hafði þegar komizt í kynni við fallvelti lífsins. Amma hans var dáin. Leikfélagi hans varð fyrir slysi úti á götunni og dó. Faðir hans hafði gefið honum skrautfugl í búri og það vakti gleði á ný. En svo kom hann einn dag að búrinu og þá var fugl- inn dáinn. í örvæntingu sinni fór hann með dauðan fuglinn til föður síns: „Gefðu mér eitthvað, sem ekki getur dáið.“ Margir þekkja í dag raun þessa drengs. Það var svo margt, sem átti að gera lífið auðugt, en brast, — var gleði um stund. Er eitthvað, sem ekki deyr? Ekki í þessum skapaða heimi, en hjá Skaparanum, hjá Guði. Guð hefir komið til vor inn í fall- valtan heim og fært oss gjöfina, hið eilífa líf í Jesú frá Nazaret. En í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig: Hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist. Að forminu til er kirkjuvikan nýjung í þjónustu vorri. En það, sem hún færir oss, hefir frá fyrstu tíð verið hlutverk kirkjunnar: Að gefa oss það, sem ekki getur dáið. Pétur Sigurgeirsson. Ein sveit frelsarahersins brunar framhjá okkur með klingjandi lúðrum og þungu fótataki, ljóslifandi sönnun þess, hvað gera má með nafni trúarinnar, ef því er beitt niður á við, niður í líf þjóðar- innar, í stað þess að flagga því í tómleik og andstreymi uppi í skýj- úm, sem þó liggja langt fyrir neðan himininn. Hve mikið mætti Þá ekki gera með sannri trú, sem yxi og breyttist með hugum og hjörtum þeirra, sem trúna eiga. — Einar Benediktsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.