Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 37
Kirkjuvikur. Kirkjuvikur. Þaö vakti að vonum nokkra athygli, þegar boðað var til kirkjuviku í vetur, fyrst á Selfossi, en síðan á Akureyri. Þó að trúarleg félög hafi oft áður stofnað til samkomuhalda i líkingu við það, sem hér um ræðir, má segja, að um nýjung se að ræða í voru kirkjulega starfi. I þessu erindi mun ég minnast á hina knýjandi þörf, sem hér liggur til grundvallar. Þá mun ég segja frá kirkjuvikunni, en síðan minnast á nokkur atriði, sem renna stoðum undir vax- andi kirkjulíf. Kirkjusókn á Noröurlöndum. Eitt vandamál er oss öllum sameiginlegt. Það er kirkjusóknin. Við það vandamál er kirkjan að glíma um víða veröld. Fyrir tveimur árum kom út bók um Lúthersku kirkjuna. Hún er skrifuð af nokkrum helztu fræðimönnum og leiðtogum hennar. Um kirkjuna á Norðurlöndum skrifar dómprófasturinn í Uautaborg, Dr. Ragnar Askmark. Var hann einn af fulltrúum sænsku kirkjunnar á norræna prestafundinum í Reykjavík fyr- *r þremur árum. Þar minnist hann á þetta vandamál og segir: .,Hið eina samband, sem mikill hluti borgaranna hefir við lrkjuna, er í gegn um hin kirkjulegu embættisverk: skírn, fermingu, giftingar og jarðarfarir. Kirkjugangan er ekki sið- yenja og kirkjusókn er veikasta hliðin á kristindómi Norður- ianda. Eíkjandi skoðun hjá fólki af öllum stéttum er, að í evangel- jskum kristindómi sé ekki sterklega óskað eftir reglubundinni lrkjusókn. Og sú afstaða breytist ekki, þó að öðru leyti sé lif- a eftir kristilegum sjónarmiðum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.