Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.10.1959, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 361 varðandi lífskjör né lífnaðarhætti. Gaddaskyrtur og sjálfsfleng- ingar munum vér líka telja misskilning á vilja Guðs. Föstur, vökur og bænahald getur vissulega gengið úr hófi, ef hvert um sig verður aðalinntak lífsins. Það getur líka eins verið merki sjálfselsku sem sjálfsafneitunar. Margir hinna minni spámanna og hinna óvitrari og þröng- sýnni trúmanna hafa flaskað á þessu og öðru líku — gert með- alið að markmiði. En þessi viðurkenning, eða öllu heldur fyrirvari, haggar ekki niðurstöðu máls míns, sem er í samræmi við almennings dóm, bæði lærðra manna og leikra, — og einnig flestra þeirra, sem hafna jafnvel sjálfri trúnni: Þeir menn, sem fyrir óslökkvandi þrá, þrotlausa leit og geiglausa baráttu, hafa beðið þess og lagt sig alla fram um að gera svo vilja Guðs, sem í þeirra valdi stæði, — þeir hafa komizt næst því að verða það, sem yfirleitt er kallað Guðs börn. Og jafnframt verður að viðurkennast, að þeir eru sú bezta manntegund, sem heimurinn hefir af að segja. Þeir eru með orðum Krists — salt jarðar og ljós heimsins. — Það einkenni þeirra, sem hér veldur mestu um, er enn ónefnt, — góðleiki þeirra — mannást þeirra. Góðleikinn er jafn sjálfsagt einkenni guðsmannsins og birtan er einkenni ljóssins. Sá góðleiki, sem leitar ekki eigin upphefðar né ávinnings, heldur farsældar og gleði annarra. Slíkir menn eru einmitt Albert Schweitzer og vinur flóttamannanna, faðir Pire. Og þeirra líferni er mesta prédikun kristinnar kirkju, — og sú eina, sem alla vinnur. Heimurinn hefir alltaf þarfnast slíkra prédikana, — þess hátt- ar manna — og aldrei meira en á atómöld. Efni smásögu, sem ég las ungur, getur skýrt ástæður og til- &ang þessa erindis. Ungan, hrifnæman og hugsjónaríkan mann dreymdi stóra drauma. Hann ætlaði að verða skáld, lyfta hugum manna yfir hversdagsleikann, syngja sólskin inn í sálir manna, benda heim- inum á æðri leiðir. Hann hófst handa í þessari baráttu og skeytti því ekki, þótt hann byggi við sult og seyru. ... En atvikin hög- uðu því svo til, að hann hlaut ríkt kvonfang, — og heimurinn breiddi á móti honum báða arma. . .. Þá kom á hann hik. ...

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.